Rosberg drottnar á fyrstu æfingu

Nico Rosberg á æfingunni í Sotsjí í morgun.
Nico Rosberg á æfingunni í Sotsjí í morgun. mbl.is/afp

Nico Rosberg hjá Mercedes réði ferðinni á fyrstu æfingu keppnishelgarinnar í Sotsjí sem var að ljúka í þessu. Var hann tæpri sekúndu á undan liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton. Þriðji varð Sebastian Vettel á Ferrari og félagi hans, Kimi Räikkönen, rétt á eftir í fjórða sæti.

Besti hringur Rosberg mældist 1:38,127 mínútur en Hamilton ók á 1:38,849 og Vettel og Räikkönen á 1:39,175 og 1:39,332 mín.

Felipe Massa hjá Williams átti fimmta besta hringinn (1:39,365) og liðsfélagi hans Valtteri Bottas þann sjöunda (1:39,802). Milli Williamsmanna varð Daniel Ricciardo má Red Bull (1:39,650) og liðsfélagi hans, Daniil Kvyat setti áttunda besta tímann (1:40,218). Í níunda sæti varð Sergio Perez hjá Force India (1:40,287) og tíundi varð svo Carlos Sainz hjá Toro Rosso á 1:40,654 mín. 

Á myndskeiðinu hér að neðan er Rosberg á ferð á tímatökuhringnum sem færði honum ráspólinn í Sotsjí í fyrra: 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert