Rosberg ósnertanlegur

Nico Rosberg fagnar sigrinum í rússneska kappakstrinum í Sotsjí.
Nico Rosberg fagnar sigrinum í rússneska kappakstrinum í Sotsjí. AFP

Nico Rosberg hjá Mercedes var í þessu að vinna rússneska kappaksturinn í Sotsjí við Svartahaf. Hóf hann keppni af ráspól og skaust strax langt fram úr öðrum og var aldrei ógnað. Annar varð liðsfélagi hans Lewis Hamilton, rúmum 20 sekúndum á eftir, og þriðji Kimi Räikkönen hjá Ferrari.

Með þessu hefur Rosberg unnið sigur í öllum fjórum mótunum til þessa í ár. Og þar sem hann vann síðustu þrjú í fyrra hefur hann nú staðið á efsta þrepi verðlaunapallsins í sjö mótum í röð.

Hamilton hóf keppni í tíunda sæti og vann sig fljótt fram á við. Kominn í annað sætið þegar keppnin var tæplega hálfnuð hóf hann sókn og minnkaði bilið í Rosberg jafnt og þétt. En hefur reynt um of á Mercedesbílinn því er þriðjungur hringjanna 53 var eftir sagði tæknistjórinn honum að við vandamál væri að etja í kælikerfi vélarinnar. Hægði Hamilton þá ferðina og hélt sæti sínu örugglega þótt Räikkönen minnkaði bilið afar hratt á síðustu 15 hringjunum.

Sebastian Vettel hjá Ferrari hafði gert sér miklar vonir en þær fuðruðu upp í annarri og þriðju beygju er Daniil Kvyat hjá Red Bull ók tvisvar aftan á hann. Endaði seinni ákeyrslan á því að Vettel snarsnerist og endaði með hörku skelli á öryggisvegg. Var hann því úr leik áður en fyrsti hringur var að baki.

Báðir McLaren í stigasæti

Þau tíðindi gerðust, að báðir ökumenn McLaren luku keppni í stigasæti og unnu þar með fyrstu stig sín á árinu. Fernando Alonso átti afar góðan fyrsta hring og vann sig úr 14. sæti í það sjöunda áður en að þriðju beygju kom. Ók hann lengst af á auðum sjó og kláraði keppni í sjötta sæti. Jenson Button átti lengst af í harðri keppni við hóp ökumanna um síðustu stigasætin og lauk keppni í tíunda sæti.

Sömuleiðis hlaut Kevin Magnussen sín fyrstu stig á árinu og Renault þar með líka. Endaði hann í sjöunda sæti. Áttundi varð Romain Grosjean hjá Haas og níundi Sergio Pereez hjá Force India. 

Nico Rosberg þaut af stað í ræsingunni og var aldrei …
Nico Rosberg þaut af stað í ræsingunni og var aldrei ógnað í kappakstrinum í Sotsjí. AFP
Nico Rosberg þaut af stað í ræsingunni og var aldrei …
Nico Rosberg þaut af stað í ræsingunni og var aldrei ógnað í kappakstrinum í Sotsjí. AFP
Fernando Alonso hjá McLaren á leið til sjötta sætis í …
Fernando Alonso hjá McLaren á leið til sjötta sætis í Sotsjí. AFP
Daninn Kevin Magnussen hjá Renault á leið til sinna fyrstu …
Daninn Kevin Magnussen hjá Renault á leið til sinna fyrstu stiga, í rússneska kappakstrinum í Sotsjí við Svartahaf. AFP
Franski ökumaðurinn Romain Grosjean hjá Haas bætti við stigaforða sinn …
Franski ökumaðurinn Romain Grosjean hjá Haas bætti við stigaforða sinn með áttunda sætinu í Sotsjí. AFP
Kimi Räikkönen hjá Ferrari gaf vel í og sótti verulega …
Kimi Räikkönen hjá Ferrari gaf vel í og sótti verulega á Lewis Hamilton hjá McLaren á lokahringjunum í Sotsjí en varð að gera sér þriðja sætið að góðu. AFP
Valtteri Bottas hjá Williams missti bæði Räikkönen og Hamilton fram …
Valtteri Bottas hjá Williams missti bæði Räikkönen og Hamilton fram úr sér með akstursmistökum og varð fjórði. AFP
Lewis Hamilton þandi Mercedesbílinn um of er hann reyndi að …
Lewis Hamilton þandi Mercedesbílinn um of er hann reyndi að draga á Nico Rosberg. AFP
Nico Hülkenberg lauk sínum hundraðasta kappakstri í formúlu-1 á fyrsta …
Nico Hülkenberg lauk sínum hundraðasta kappakstri í formúlu-1 á fyrsta hring vegna áreksturs. AFP
Allir fjórir bílar Red Bull fyrirtækisins fóru stigalausir frá rússneska …
Allir fjórir bílar Red Bull fyrirtækisins fóru stigalausir frá rússneska kappakstrinum í Sotsjí. AFP
Nico Rosberg tekur við sigurlaunum úr hendi Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta.
Nico Rosberg tekur við sigurlaunum úr hendi Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert