„Hefði slátrað Kvyat“

Áhorfandi í Sotsjí virðir fyrir sér stóran fána með mynd …
Áhorfandi í Sotsjí virðir fyrir sér stóran fána með mynd af heimamanninum Daniil Kvyat hjá Red Bull. AFP

„Væri ég Vettel hefði ég kálað honum,“ segir orðhákurinn Niki Lauda um ákeyrslur Daniil Kvyat hjá Red Bull á Sebastian Vettel hjá Ferrari í upphafi rússneska kappakstursins.

Lauda, sem varð á sínum tíma þrisvar sinnum heimsmeistari í formúlu-1, var ekkert að skafa utan af hlutunum. „Þetta var með öllu óásættanlegt framferði. Svona mega menn ekki keyra. Hann hefði ekki getað gert þetta heimskulegar,“ bætti hann við í samtali við bresku sjónvarpsstöðina Sky.

Hann sagði það eins gott fyrir Kvyat að Mercedesbílarnir drógust ekki inn í atvikin en fjöldi bíla varð fyrir skakkaföllum er Kvyat renndi sér inn í Vettel í annarri og þriðju beygju, ekki einu sinni, heldur tvisvar.  „Vettel gerði ekkert rangt, Kvyat ók aftan á hann. Það gengur ekki að keyra út um allt af tómum kjánaskap.“

Niki Lauda (t.v.) ræðir við sjónvarpsmann Sky.
Niki Lauda (t.v.) ræðir við sjónvarpsmann Sky.
Daniil Kvyat á ferð í rússneska kappakstrinum í Sotsjí.
Daniil Kvyat á ferð í rússneska kappakstrinum í Sotsjí. AFP
Daniil Kvyat hjá Red Bull á ferð í rússneska kappakstrinum …
Daniil Kvyat hjá Red Bull á ferð í rússneska kappakstrinum í Sotsjí. AFP
Daniil Kvyat bíður í bíl sínum í bílskúr Ded Bull …
Daniil Kvyat bíður í bíl sínum í bílskúr Ded Bull milli aksturslota á æfingu á rússnesku kappaksturshelginni í Sotsjí. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert