Schumacher þarf á „kraftaverki“ að halda

Michael Schumacher slasaðist lífshættulega í frönsku Ölpunum um jólaleytið 2013.
Michael Schumacher slasaðist lífshættulega í frönsku Ölpunum um jólaleytið 2013. AFP

Michael Schumacher hefur ekki sýnt nein batamerki undanfarin misseri að því er fjölmiðlar skýra frá þessa dagana. 

Haft er eftir ótilgreindum heimildum, að endurhæfing í framhaldi af alvarlegu slysi á skíðum í frönsku Ölpunum um jólaleytið 2013 hafi lítinn árangur borið.

Einar slíkar heimildir herma, að heimsmeistarinn fyrrverandi þurfi á kraftaverki að halda til að haldast á lífi, að sögn miðilsins Sport24.
Á árunum 1991 til 2006 vann Schumacher 91 kappakstur í formúlu-1 sem er met.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert