Rosberg marði Räikkönen

Nico Rosberg leggur af stað í aksturslotu á seinni æfingunni …
Nico Rosberg leggur af stað í aksturslotu á seinni æfingunni í Barcelona í dag. AFP

Nico Rosberg hjá Mercedes marði Kimi Räikkönen hjá Ferrari á seinni æfingu dagsins í Barcelona. Þriðja besta hringinn átti svo Lewis Hamilton hjá Mercedes og Sebastian Vettel hjá Ferrari þann fjórða besta.

Rosberg ók sinn besta hring á 1:23,922 og Räikkönen á 1:24,176 mín. og voru báðir með eins dekk undir. Hamilton var tæplega hálfri sekúndu á eftir á 1:24,641 mín og besti tími Vettels var 1:25,017 mín.

Heimamaðurinn Carlos Sainz (1:25,131) hjá Toro Rosso kom á óvart í fimmta sæti, næst á undan Daniel Ricciardo (1:25,194) hjá móðurliðinu Red Bull. Annar og öllu frægari heimamaður, Fernando Alonso hjá McLaren (1:25,342), setti sjöunda besta hringinn.

Fyrsta tuginn á lista yfir hröðustu hringi æfingarinnar fylltu síðan þeir Max Verstappen (1:25,375) hjá Red Bull og þeir  Sergio Perez (1:25,437) og Nico Hülkenberg (1:25,453) hjá Force India.  Skildi innan við sekúnda þriðja til tíunda sætið að.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert