Tvöfalt hjá Ferrari

Fernando Alonso á ferð á æfingunni í Barcelona í morgun.
Fernando Alonso á ferð á æfingunni í Barcelona í morgun. AFP

Sebastian Vettel (1:23,951) og Kimi Räikkönen (1:24,089) hjá Ferrari urðu í efstu tveimur sætunum á lista yfir hröðusu hringi á fyrri æfingu dagsins í Barcelona. Spánarkappaksturinn fer þar fram á sunnudag.

Aðeins munaði tíunda úr sekúndu á besta hring Ferrariþóranna. Þremur og fimm tíundu úr sekúndu á eftir þeim urðu Nico Rosberg (1:24,454 ) og Lewis Hamilton (1:24,611) hjá Mercedes.

Leið nú og beið næstum sekúnda í fimmta og sjötta mann, Red Bull mennina Daniel Ricciardo (1:25,416) og Max Verstappen (1:25,585) 

Í sætum sjö til tíu urðu svo Valtteri Bottas hjá Williams (1:25,672), Carlos Sainz hjá Toro Rosso (1:26,078), Felipe Massa hjá Williams (1:26,186) og í tíunda sæti varð heimamaðurinn Fernando Alonso hjá McLaren (1:26,243). Var hann meira en tveimur sekúndum lengur í förum en ökumenn Ferrari.

Allir vildu mynd af sér með Nico Rosberg í Barcelona …
Allir vildu mynd af sér með Nico Rosberg í Barcelona í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert