Rosberg hraðastur á lokaæfingunni

Nico Rosberg á ferð á lokaæfingunni í Barcelona.
Nico Rosberg á ferð á lokaæfingunni í Barcelona. AFP

Nico Rosberg hjá Mercedes ók hraðast á þriðju og síðustu æfingunni fyrir tímatökuna í Barcelona, en æfingunni var að ljúka í þessu. Næsthraðast fór liðsfélagi hans Lewis Hamilton og þriðja besta hringinn átti Sebastian Vettel hjá Ferrari.

Besti hringur Rosberg mældist 1:23,078 mínútur og Hamilton ók á 1:23,204, munurinn rétt rúmlega tíundi úr sekúndu. Besti hringur Vettels var 1:23,225 mín.

Í sætum fjögur til tíu á æfingunni urðu Max Verstappen (1:23,719), Daniel Ricciardo (1:23,816), Kimi Räikkönen (1:24,110), Valtteri Bottas (1:24,356), Sergio Perez (1:24,472), Daniil Kyvat (1:24,553) og Fernando Alonso (1:24,555)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert