Krísa hjá Mercedes

Mercedesbílarnir að staðnæmast í sandgryfjunni, Hamilton nær.
Mercedesbílarnir að staðnæmast í sandgryfjunni, Hamilton nær.

Það versta sem komið getur fyrir lið í toppslag formúlunnar er að ökumenn þeirra skelli saman og falli úr leik. Akkúrat það kom fyrir Mercedesliðið í Barcelona í dag og er nú krísa þar á bæ vegna málsins.

Lewis Hamilton missti Nico Rosberg fram úr sér í fyrstu beygju og sótti síðan ákaft að honum og hugðist reyna endurheimta fyrsta sætið í fjórðu beygju hringsins eftir start. Niki Lauda, stjórnarformaður Mercedesliðsins, segir að Hamilton hafi verið of sókndjarfur og árekstur þeirra Rosberg meira honum að kenna.

Liðsstjórinn Toto Wolff var ögn varfærnari og sagði erfitt að meta sök hvors um sig. Dómarar kappakstursins sögðust myndu bíða með rannsókn atviksins þar til eftir kappaksturinn - og hafa ekki lokið henni þegar þessar línur eru skrifaðar.

Hamilton reyndi að sækja innanvert á leið inn í beygjuna en í sömu mund reyndi Rosberg að verja stöðu sína. Við það fór Hamilton út á gras, missti stjórn á bílnum sem snarsnerist og skall á endanum á bíl Rosberg. Höfnuðu báðir út í sandgryfju, settust þar fastir og féllu báðir úr leik.

Þetta er í fyrsta sinn frá í kappakstrinum í Ástralíu árið 2011 að báðir bílar Mercedes falla úr leik. Og þetta var jafnframt í fyrsta sinn frá í brasilíska kappakstrinum 2012 að Mercedes vinnur ekki stig í móti.
Rosberg tók sér far með skellinöðru heim í bílskúr eftir …
Rosberg tók sér far með skellinöðru heim í bílskúr eftir áreksturinn við Lewis Hamilton í Barcelona í dag. AFP
Nico Rosberg laumaði sér fram úr Lewis Hamilton á leið …
Nico Rosberg laumaði sér fram úr Lewis Hamilton á leið inn í fyrstu beygju. AFP
Vallarstarfsmenn fluttu Mercedesbílana úr malargryfjunni og í skjól bak við …
Vallarstarfsmenn fluttu Mercedesbílana úr malargryfjunni og í skjól bak við öryggisvegg. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert