„Ótrúlegur sigur“

Max Verstappen fagnar með liði sínu í Barcelona í dag …
Max Verstappen fagnar með liði sínu í Barcelona í dag og á bakvið brosir Daniel Ricciardo sóinu breiðasta af samfögnuði. AFP

Max Verstappen sagði á blaðamannafundi eftir kappaksturinn í Barcelona að sigur sinn væri eiginlega „ótrúlegur“.

Var þetta jómfrúrsigur Verstappen í formúlu-1. Á síðustu 15 hringjunum tókst honum að halda Kimi Räikkönen hjá Ferrari nógu langt frá sér og koma þannig í veg fyrir að hann gæti lagt til atlögu við sig.

Er Verstappen nyngsti ökumaður sögunnar sem vinnur mótssigur í formúlu-1. Hann er jafnframt fyrsti hollenski ökumaðurinn sem stendur á efsta þrepi verðlaunapalls í íþróttinni.

„Síðustu tíu hringirnir virtust aldrei ætla að líða. Mér fannst það ótrúlegt að ég skyldi vera í forystu. Okkur tókst að spara dekkin og brúkuðum bestu herfræðina - árangurinn er ótrúlegur. Ég passaði upp á hraðann, dekkin, allt og herfræðin gat ekki verið betri.

Kimi var ógnandi en það er erfitt að komast fram úr hér og því var þetta spurningin um að gera engin mistök og læsa ekki bremsunum að framan. Það gekk eftir. Takmarkið var að komast á verðlaunapall en að vinna sigur er allsendis ótrúlegt.“

Red Bull liðið fagnar sigri Max Verstappen í Barcelona í …
Red Bull liðið fagnar sigri Max Verstappen í Barcelona í dag. AFP
Max Verstappen með sigurlaunin í Barcelona.
Max Verstappen með sigurlaunin í Barcelona. AFP
Max Verstappen fagnar sigri á verðlaunapallinum í Barcelona í dag.
Max Verstappen fagnar sigri á verðlaunapallinum í Barcelona í dag. AFP
Daniel Ricciardo (t.v.) óskar liðsfélaga sínum, Max Verstappen, til hamingju …
Daniel Ricciardo (t.v.) óskar liðsfélaga sínum, Max Verstappen, til hamingju með jómfrúrsigurinn. AFP
Max Verstappen gaf Kimi Räikkönen aldrei færi á sér og …
Max Verstappen gaf Kimi Räikkönen aldrei færi á sér og ók mistakalaust. AFP
Fernando Alonso (t.v.) var með fyrstu mönnum til að óska …
Fernando Alonso (t.v.) var með fyrstu mönnum til að óska Max Verstappen til hamingju með sigurinn í Barcelona. AFP
Sebastian Vettel óskar Max Verstappen til hamingju með sigurinn í …
Sebastian Vettel óskar Max Verstappen til hamingju með sigurinn í Barcelona. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert