Räikkönen reyndi allt hvað hann gat

Kimi Räikkönen klappar fyrir Max Verstappenn sem fagnar sigri á …
Kimi Räikkönen klappar fyrir Max Verstappenn sem fagnar sigri á verðlaunapallinum í Barcelona. AFP

Kimi Räikkönen segist hafa „reynt allt“ til þess að ræna Max Verstappen fyrsta sætinu í kappakstrinum í Barcelona í dag. Það tókst honum ekki og varð hann að sætta sig við annað sætið.

Þótt hann kæmist það nálægt að hann gæti brúkað vængstillingar til að auka hraðann (DSR) komst Räikkönen aldrei alveg nógu nálægt Verstappen til að freista framúraksturs.

„Ég er ánægður fyrir Max hönd, svekktur með sjálfan mig, en svoleiðis er kappaksturinn. Ég var hraðskreiður en gat ekki komist nógu nálægt í lokabeygjunum og vængpressan var á undanhaldi hjá mér. Ég reyndi allt [til að komast fram úr Verstappen], en það dugði bara ekki.“

Räikkönen sagði að Verstappen væri góður ökumaður og nú hjá góðu liði. „Við erum yngsti ökumaðurinn og sá elsti,“ sagði hann en sjálfur er hann 36 ára og Verstappen 18. „En ég keppti við pabba hans [Jos] og það er nokkuð ógnvekjandi.“

Max Verstappen (nær) gaf Kimi Räikkönen aldrei færi á sér …
Max Verstappen (nær) gaf Kimi Räikkönen aldrei færi á sér í kappakstrinum í Barcelona. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert