Rosberg sagður daðra við Ferrari

Segir Nico Rosberg bles við Mercedes við vertíðarlok 2016?
Segir Nico Rosberg bles við Mercedes við vertíðarlok 2016? AFP

Þótt Nico Rosberg sé „ánægður hjá Mercedes“ hefur hann hvorki viljað neitað né játa orðrómi um að hann gæti verið á eið til Ferrari á næsta ári.

Ítalska íþróttadagblaðið Corriere della Sera hélt því fram í vikunni, að í framhaldi af árekstri Mercedesfélaganna í Barcelona hafi Rosberg „daðrað“ við Ferrari.

Á vefsíðu blaðsins segir, að Ferrari sé áfram um að fá Rosberg til að keppa við hlið landa síns Sebastians Vettel á næsta ári. Hefur hann unnið 39 stigum meira en Kimi Räikkönen í keppninni um titil ökumanna það sem af er vertíðinni, en þeir eru í tveimur efstu sætunum.
 
Í tilsvörum sínum þykir sem Rosberg hafi mistekist að afneita orðrómnum. „Ég er ánægður hjá Mercedes, en við verðum að bíða og sjá hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði hann.
 
Heldur vildi Vettel ekkert segja um hvort sannleikur væri í fréttinni. Spurður hvort Rosberg væri að daðra við Ferrari sagði Vettel: „Svo lengi sem hann daðrar ekki við mig þá eru það góðar fréttir. Um allt annað verðið þið að spyrja liðsstjórann Maurizio [Arrivabene]“.

Skyldu Sebastian Vettel (t.v.) og Nico Rosberg verða liðsfélagar á …
Skyldu Sebastian Vettel (t.v.) og Nico Rosberg verða liðsfélagar á næsta ári, báðir rauðklæddir? AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert