Fá nýju Renaultvélina

Kevin Magnussen fær nýju vélina frá Renault.
Kevin Magnussen fær nýju vélina frá Renault. AFP

Aðalökumenn Red Bull og Renault, Daniel Ricciardo og Kevin Magnussen, fá nýju Renaultvélina í bíla sína fyrir kappaksturinn í Mónakó næsta sunnudag.

Ökumenn liðanna prófuðu vélarnar við reynsluakstur í Barcelona í kjölfar Spánarkappakstursins þar í borg. Báðir lofuðu Ricciardo og Magnussen breytingarnar á vélinni og hvöttu til þess að hún yrði tekin í notkun þegar í stað, í stað þess að bíða með það til kanadíska kappakstursins í Montreal. 

Við þessu hefur Renault nú orðið en vegna tímaskorts eru ekki til nægar vélar í nýju útgáfunni til að allir fjórir ökumenn liðanna tveggja geti fengið hana til brúks í Mónakó.

Max Verstappen og Jolyon Palmer verða því með aflminni vélar um helgina. Á því verður hins vegar breyting í Montreal.

Daniel Ricciardo var ánægður með þriðja sætið eftir tímatökurnar í …
Daniel Ricciardo var ánægður með þriðja sætið eftir tímatökurnar í Barcelona. Hann er og ánægður með nýju vélina frá Renault. AFP
Kevin Magnussen á ferð á Renaultbílnum.
Kevin Magnussen á ferð á Renaultbílnum. AFP
Kevin Magnussen á ferð á Renaultbílnum í Barcelona.
Kevin Magnussen á ferð á Renaultbílnum í Barcelona. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert