Hamilton hafði betur

Lewis Hamilton á æfingunni í Mónakó. Hér er hann nýkominn …
Lewis Hamilton á æfingunni í Mónakó. Hér er hann nýkominn út úr undirgöngunum og beygir niður á hafnarsvæðið. AFP

Lewis Hamilton ók ögn hraðar en liðsfélagi hans Nico Rosberg á fyrstu æfingu keppnishelgarinnar í Mónakó, sem fram fór í morgun. Eftir að hafa verið vel á eftir lengst af setti Sebastian Vettel síðan þriðja besta tímann.

Talsvert var um smáóhöpp í brautinni er ökumenn gengu full langt í glímunni við öryggisveggi hinnar þröngu brautar furstadæmisins. Eins misstu margir bílana á bremsusvæðinu og út á afrennslissvæði við fyrstu beygju en gátu allir nema Felipe Massa hjá Williams haldið áfram.

Urðu báðir ökumenn Mercedes fyrir þessu og að lokum sprakk afturdekk hjá Rosberg. Þátttöku Massa lauk snemma er hann fór of harkalega utan í öryggisvegg og skemmdi fjöðrunarbúnað. Á tímum þeirra munaði að lokum 0,1 sekúndu.

Vettel var svo 0,3 sekúndum lengur með hringinn en Rosberg og fjórði varð Daniel Ricciardo hjá Red Bull rúmu þremur tíundu á eftir Vettel. Max Verstappen, liðsfélagi Ricciardo, varð síðan aðeins 63/1000 úr sekúndu á eftir í fimmta sæti.

Forveri Verstappen, Daniil Kvyat, setti sjötta besta tímann og var aðeins 55/1000 á eftir belgísk-hollenska táningnum. Í sætum sjö til tíu á lista yfir hröðustu hringi urðu svo Nico Hülkenberg og Sergio Perez hjá Force India, Kimi Räikkönen hjá Ferrari og Carlos Sainz hjá Toro Rosso. Munaði ríflega 1,5 sekúndu á besta hring hans og þeim besta hjá Hamilton.

Frá fyrstu æfingu í Mónakó í morgun. Bíllinn í brautinni …
Frá fyrstu æfingu í Mónakó í morgun. Bíllinn í brautinni er ekki stór í samanburði við snekkjurnar í höfninni. AFP
Lewis Hamilton á fyrstu æfingunni í Mónakó.
Lewis Hamilton á fyrstu æfingunni í Mónakó. AFP
Kevin Magnussen hjá Renault ekur framhjá Williamsbíl Felipe Massa.
Kevin Magnussen hjá Renault ekur framhjá Williamsbíl Felipe Massa. AFP
Rio Haryanto á Manorbílnum að nálgast sundlaugarbeygjurnar í Mónakó í …
Rio Haryanto á Manorbílnum að nálgast sundlaugarbeygjurnar í Mónakó í morgun. AFP
Valtteri Bottas ekur hjá á Williamsbílnum meðan bíll liðsfélaga hans, …
Valtteri Bottas ekur hjá á Williamsbílnum meðan bíll liðsfélaga hans, Felipe Massa, er hífður burt eftir árekstur við öryggisvegg. AFP
Nico Hülkenberg hjá Force India fremstur þriggja ökumanna að koma …
Nico Hülkenberg hjá Force India fremstur þriggja ökumanna að koma niður að hafnarsvæðinu í Mónakó. AFP
Nico Rosberg kemur niður að hafnarsvæðinu í Mónakó í morgun.
Nico Rosberg kemur niður að hafnarsvæðinu í Mónakó í morgun. AFP
Manor Racing MRT's German driver Pascal Wehrlein answers questions during …
Manor Racing MRT's German driver Pascal Wehrlein answers questions during a press conference at the Monaco street circuit in Monte-Carlo on May 25, 2016, four days ahead of the Monaco Formula One Grand Prix. / AFP PHOTO / Jean-Christophe MAGNENET AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert