Ricciardo á toppinn

Daniel Ricciardo á ferð í Mónakó í dag.
Daniel Ricciardo á ferð í Mónakó í dag. AFP

Daniel Ricciard hjá Red Bull setti langbesta brautartímann á seinni æfingu dagsins í Mónakó. Var hann 0,6 sekúndum fljótari með hringinn en Lewis Hamilton hjá Mercedes og 0,9 sekúndum á undan Nico Rosberg hjá sama liði.

Ricciardo naut nýju Renaultvélarinnar en liðsfélagi hans Max Verstappen varð fjórði með gömlu vélina í skotti sínu. Í fimmta og sjötta sæti urðu Daniil Kvyat og Carlos Sainz á Toro Rosso en Ferrarivélar eru í bílum þessa dótturliðs Red Bull.

Kimi Räikkönen varð fyrstur ökumanna Ferrari með sjöunda besta tímann, tveimur sætum á undan Sebastian Vettel, sem tvisvar renndi sér utan í öryggisveggi, í beygjunum Mirabeau Sainte Devote, sem er fyrsta beygja hringsins.

Sergio Perez hjá Force India komst upp á milli ökumanna Ferrari í áttunda sætið og tíundi varð svo Jenson Button hjá McLaren. Liðsfélagar þeirra, Nico Hülkenberg og Fernando Alonso urðu í næstum sætum.

Það segir sitt um ágæti árangurs Ricciardo, að Button í tíunda sæti varð 1,7 sekúndu lengur með hringinn en Ástralinn brosmildi.

Max Verstappen á leið til fjórða besta tímans.
Max Verstappen á leið til fjórða besta tímans. AFP
Áhorfendur íbúðaflokka voru léttklæddir í Mónakó enda veðurblíða. Hér er …
Áhorfendur íbúðaflokka voru léttklæddir í Mónakó enda veðurblíða. Hér er Carlos Sainz á Toro Rosso á ferð. AFP
Vart grillir í Toro Rosso bíl Carlos Sainz í brekkunni …
Vart grillir í Toro Rosso bíl Carlos Sainz í brekkunni löngu upp að spilavítistorginu í Mónakó. AFP
Mercedesbíll Nico Rosberg speglast í hjálmgleri slökkviliðsmanns er hann yfirgefur …
Mercedesbíll Nico Rosberg speglast í hjálmgleri slökkviliðsmanns er hann yfirgefur bílskúrasvæðið í Mónakó. AFP
Sebastian Vettel leggur í brekkuna löngu út úr Sainte Devote …
Sebastian Vettel leggur í brekkuna löngu út úr Sainte Devote beygjunni. AFP
Kimi Räikkönen kemur niður að hafnarsvæðinu í Mónakó, nýkominn út …
Kimi Räikkönen kemur niður að hafnarsvæðinu í Mónakó, nýkominn út úr undirgöngunum. AFP
Max Verstappen ekur framhjá spilavítinu í Mónakó, en hann mun …
Max Verstappen ekur framhjá spilavítinu í Mónakó, en hann mun tæpast hafa aldur til þess að fara þar inn. AFP
Bratuarvörður fylgist með í Mónakó. Framhjá ekur Carlos Sainz á …
Bratuarvörður fylgist með í Mónakó. Framhjá ekur Carlos Sainz á Toro Rosso. AFP
Daninn Kevin Magnussen sýndi lítinn árangur á báðum æfingum í …
Daninn Kevin Magnussen sýndi lítinn árangur á báðum æfingum í Mónakó í dag þótt með nýja og kraftmeiri vél væri. AFP
Ljósmyndarar eru á hverju strái meðfram brautinni í Mónakó til …
Ljósmyndarar eru á hverju strái meðfram brautinni í Mónakó til að fanga augnablikin. AFP
Sebastian Vettel á Ferrari í brekkunni ofan af spilavítistorginu og …
Sebastian Vettel á Ferrari í brekkunni ofan af spilavítistorginu og rétt á eftir er Daniil Kvyat á Toro Rosso. AFP
Pascal Wehrlein hjá Manor og Romain Grosjean hjá Haas í …
Pascal Wehrlein hjá Manor og Romain Grosjean hjá Haas í brekkunni ofan af spilavítistorginu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert