Snilldartilþrif í góðgerðarleik

Fernando Alonso fagnar sigri með liðsmönnum sínum.
Fernando Alonso fagnar sigri með liðsmönnum sínum. AFP

Að venju var efnt til góðgerðarleiks í knattspyrnu í Mónakó í fyrrakvöld með þátttöku ökumanna úr formúlu-1.

Fernando Alonso var fyrirliði í liði ökumanna og á einni af meðfylgjandi myndum má sjá hann hampa sigurlaunum liðsins. 

Mótherjarnir voru stjörnulið Alberts Mónakófursta og fór hann fyrir liði sínu. Allur ágóði af tekjum af leiknum rennur til góðgerðarsamtakanna „Association Mondiale des Amis de l'Enfance“ sem láta sig varða velferð barna.

Leikurinn fór fram á knattspyrnuleikvangi Mónacó þar sem leikir í frönsku úrvalsdeildinni eru leiknir.

Albert Mónakófursti sneiðir framhjá Max Verstappen og horfir löngunaraugum til …
Albert Mónakófursti sneiðir framhjá Max Verstappen og horfir löngunaraugum til marksins. AFP
Fernando Alonso fagnar með liðsmönnum eftir að hafa skorað mark.
Fernando Alonso fagnar með liðsmönnum eftir að hafa skorað mark. AFP
Fernando Alonso á fleygiferð með knöttinn í leiknum í Mónakó.
Fernando Alonso á fleygiferð með knöttinn í leiknum í Mónakó. AFP
Max Verstappen í átökum um knöttinn við Louis Ducruet, son …
Max Verstappen í átökum um knöttinn við Louis Ducruet, son Daniel Ducruet og Stefaníu Mónakóprinsessu í góðgerðarleiknum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert