Í mál við FIA vegna dauða sonarins

Jules Bianchi lést eftir langa banalegu.
Jules Bianchi lést eftir langa banalegu.

Fjölskylda franska ökumannsins Jules Bianchi, sem beið bana í japanska kappakstrnum 2014, hafa hafið lögsókn í Bretlandi á hendur Alþjóða akstursíþróttasambandinu (FIA) vegna andlátsins.

Bianchi var 25 ára er hann lést í fyrra vegna meiðsla sem hann hlaut við mikinn skell á öryggisvegg í Suzuka-brautinni. Í opinberri skýrslu FIA um kringumstæður slyssins voru yfirmenn formúlu-1 hreinsaðir af ábyrgð á slysinu og skuldinni í staðinn skellt á Bianchi. Var hann sagður hafa hægt ónóg á bílnum sem flaug út úr blautri brautinni og skall á vegg og vinnuvél.

Eftir nokkurra mánaða vangaveltur var það niðurstaða fjölskyldunnar að stefna FIA. „Við leitum réttlætis fyrir Jules og viljum draga fram sannleikanum um ákvarðanir er leiddu til ákeyrslunnar,“ segir faðir Bianchi, Philippe.

„Fyrir fjjölskyldunni er svo mörgum spurningum í þessu máli ósvarað og okkur finnst sem slysinu og dauðsfallinu hefði mát forða hefði röð mistaka ekki átt sér stað.“

Bresk lögmannsstofa mun reka málið og segir talsmaður hennar að andláti Jules Bianchi hefði mátt afstýra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert