44. sigur Hamiltons

Lewis Hamilton fagnar sigri í Mónakó.
Lewis Hamilton fagnar sigri í Mónakó. AFP

Lewis Hamilton getur þakkað vélvirkjum Red Bull sigur sinn í Mónakókappakstrinum sem var að ljúka í þessu. Klúðruðu þeir dekkjastoppi Daniels Ricciardo sem var í góðri forystu en í stað þess að koma út úr stoppinu með nokkurra sekúndna forskot kom hann einum tveimur metrum á eftir Hamilton.

Hamilton fagnaði sigrinum að vonum enda í fyrsta sinn frá í ágúst í fyrrasumar, frá í Austin í Bandaríkjunum, að hann stendur á efsta þrepi verðlaunapalls í formúlu-1. Og þar sem liðsfélagi hans Nico Rosberg varð aðeins sjöundi minnkar forskot hans í keppninni um titil ökumanna úr 43 stigum í 24. Eða úr 100:57 stigum í 106:82.

Ricciardo lyfti sér í þriðja sætið í keppni ökumanna með 66 stig, Kimi Räikkönen féll úr öðru sæti í það fjórða og er með 61 og Vettel samtals 60 stig.

Fyrstu sjö hringina fór öryggisbíll fyrir ökumönnum vegna rigningar og mikillar bleytu í brautinni. Þegar hann fór inn byggði Ricciardo jafnt og þétt upp gott forskot, sumpart vegna þess að Rosberg náði ekki uppi hraða í sinn bíl og tafði í raun Hamilton í förum. Á endanum fékk Rosberg fyrirmæli um að hleypa Hamilton fram úr. Áfram hélst þó forskot Ricciardo þar til í dekkjastoppinu örlagarúika á 31. hring af 78.

Er hann kom inn að bílskúr voru aðstoðarmenn hans ekki tilbúnir með þurrdekkin og var mikill asi á mönnum við að ráða bót á því og finna réttu dekkin. Við þetta dróst stopp Ricciardo úr um þremur sekúndum í 12-15. Með þeim afleiðingum, að Hamilton þaut framhjá er Red Bull þórinn kom út í brautina. 

Þótt spenna héldist milli Hamiltons og Ricciardo kappaksturinn út í gegn buðu aðstæður á nú þurri braut ekki upp á frekari tilbreytingar. Vann Hamilton þar með 44. mótssigurinn á 10 ára ferli sínum. Hefur hann unnið sigur í móti öll árin, sem er sjaldgæft afrek í formúlunni.

Verstappen óð upp á við

Sergio Perez hjá Force India vann sig úr sjöunda sæti á rásmarki í það þriðja. Sebastian Vettel hjá Ferrari komst aldrei nógu nærri honum til að klifra upp á verðlaunapallinn. Óvænt varð svo Fernando Alonso hjá McLaren í fimmta sæti eftir að verða tíundi í tímatökunum. Liðsfélagi hans Jenson Button sá svo til þess að annað mótið í röð kláruðu báðir bílar McLaren í stigasæti þar sem hann varð níundi í mark.

Max Verstappen hjá Red Bull naut þess með því að hefja keppni úr bílskúrareininni að geta átt við uppsetningu bílsins. Var hann einn bíla mótsins settur upp fyrir rigningarakstur með þeim árangri að hann var búinn að vinna sig fram úr hverjum ökumanninum á fætur öðrum, úr 21. sæti í það tíunda um miðjan kappaksturinn er hann missti vald á bremsusvæði efst á brekkunni löngu við spilavítið og klessti á öryggisvegg.

Sauðir hjá Sauber

Verulega mikið var um ákeyrslur á öryggisveggi og árekstra millli bíla. Slík atvik felldu til að mynda báða bíla Renault úr leik og báða Sauber. Einnig Kimi Räikkönen hjá Ferrari. Árekstur Saubermanna í Rascasse-beyjunni, hinni síðustu í hringnum, var sínu sauðalegstur. Hafði Felipe Nasr fengið fyrirmæli um að hleypa hraðskreiðari Marcus Ericsson fram úr svo hann gæti lagt til atlögu við næstu menn á undan, sem getur skipt máli í keppni liða. Stóð til að þeir myndu skiptast á sætum í beygjunni en í stað þess skullu þeir saman. Eigi skemmtileg niðurstaða fyrir liðið sem berst fyrir tilveru sinni vegna fjárhagsörðugleika.

Bíll Nico Rosberg virkaði illa á fullum regndekkjum í Mónakó. …
Bíll Nico Rosberg virkaði illa á fullum regndekkjum í Mónakó. Hóf hann keppni annar en lauk henni í sjöunda sæti. AFP
Á fyrstu hringjunum í Mónakó. Daniel Ricciardo fremstur og á …
Á fyrstu hringjunum í Mónakó. Daniel Ricciardo fremstur og á eftir koma Nico Rosberg og Lewis Hamilton á Mercedes. AFP
Öryggisbíllinn fór undan ökumönnum fyrstu sjö hringina í Mónakó.
Öryggisbíllinn fór undan ökumönnum fyrstu sjö hringina í Mónakó. AFP
Jolyon Palmer flaug með undraverðum hætti utan í öryggisvegg á …
Jolyon Palmer flaug með undraverðum hætti utan í öryggisvegg á beina upphafs- og lokakafla brautarinnar með þessum afleiðingum. Var þetta ekki fyrsta klessa hans í Mónakó á helginni. AFP
Lewis Hamilton hjá Mercedes fagnar sigri í Mónakó. Við hliðina …
Lewis Hamilton hjá Mercedes fagnar sigri í Mónakó. Við hliðina er Sergio Perez hjá Force India. AFP
Lewis Hamilton fagnar sigrinum í Mónakó og Mexikaninn Sergio Perez …
Lewis Hamilton fagnar sigrinum í Mónakó og Mexikaninn Sergio Perez klappar honum lof í lófa. AFP
Lewis Hamilton sturtaði sigurveigunum yfir bíl sinn við verðlaunaafhendinguna í …
Lewis Hamilton sturtaði sigurveigunum yfir bíl sinn við verðlaunaafhendinguna í Mónakó. AFP
Lewis Hamilton sturtar sigurveigunum yfir Mercedesbíl sinn við verðlaunaafhendinguna í …
Lewis Hamilton sturtar sigurveigunum yfir Mercedesbíl sinn við verðlaunaafhendinguna í Mónakó. AFP
Lewis Hamilton (ofar) virtist hraðskreiðari en liðsfélaginn Nico Rosberg í …
Lewis Hamilton (ofar) virtist hraðskreiðari en liðsfélaginn Nico Rosberg í Mónakó. Fór svo að Rosberg hleypti Hamilton fram úr og greiddi þannig götuna fyrir Mercedessigri. AFP
Sigur Lewis Hamilton í Mónakó var sá 44. á 10 …
Sigur Lewis Hamilton í Mónakó var sá 44. á 10 ára ferli hans í Mónakó. Hefur hann unnið sigur í móti öll árin. AFP
Liðsmenn Mercedes fagna Lewis Hamilton eftir sigur hans í Mónakó.
Liðsmenn Mercedes fagna Lewis Hamilton eftir sigur hans í Mónakó. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert