Ánægður með sætið en ekki bílhraðann

Fernando Alonso segir bíl McLaren vera þróast í rétta átt. …
Fernando Alonso segir bíl McLaren vera þróast í rétta átt. Enn skorti þó á hraða hans. AFP

Fernando Alonso var ánægður með að klára kappaksturinn í Mónakó í fimmta sæti en var ekki að sama skapi ánægður með getu McLarenbílsins.

Alonso hóf keppni í tíunda sæti en vann sig upp um fimm sæti við erfiðar aðstæður þar sem skiptust á skin og skúrir í veðurfari.

„Það er alltaf fylling í því þegar maður afgreiðir erfiðankappakstur vel. Hann var erfiður frá byrjun og útsýnið í brautinni ekki neitt fyrst eftir að öryggisbíllinn hætti. Erfiðasti kaflinn voru skiptin yfir á þurrdekkin. Línan þurra var svo mjó að hefði maður farið sentimetra út fyrir hana hefði maður hafnað á brautarvegg. Þetta gekk auðvitað jafnt yfir alla, við reyndum að halda okkur á línunni og fimmta sætið bragðast vel,“ segir Alonso.

Hann segir að þrátt fyrir þetta eigi McLarenliðið langt í land með að keppa á toppnum. „Þessi braut er afar sérstæð og það má ekki draga miklar ályktanir af úrslitunum. Allt small saman hjá okkur í dag og fimmta sætið var verðskuldað. En hvað hraða varðar þá skorti á hann alla helgina. En við erum tvímælalaust á réttri leið,“ segir Alonso.

Á hinum McLarenbílnum kom Jenson Button í mark í níunda sæti og liðið aflaði því stiga með báðum bílum annað mótið í röð.

Fernando Alonso á fyrsta degi í Mónakó, meðan sólin skein.
Fernando Alonso á fyrsta degi í Mónakó, meðan sólin skein. AFP
Fernando Alonso leggur í brekkuna löngu upp að spilavítistorginu í …
Fernando Alonso leggur í brekkuna löngu upp að spilavítistorginu í Mónakó. AFP
Fernando Alonso í bískúrareininni í Mónakó í dag, að baki …
Fernando Alonso í bískúrareininni í Mónakó í dag, að baki er Nico Hülkenberg hjá Force India. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert