Hamilton bergnuminn eftir sigur

Lewis Hamilton horfir til himins fagnandi á verðlaunapallinum í Mónakó.
Lewis Hamilton horfir til himins fagnandi á verðlaunapallinum í Mónakó. AFP

Lewis Hamilton lýsti sigrinum í Mónakó í dag sem gríðarlegum létti. Með honum lætur hann til sín taka í keppninni um heimsmeistaratitil ökumanna og minnkar forskot liðsfélaga síns Nico Rosberg um helming.

Þetta er í annað sinn sem Hamilton kemur fyrstur í mark í Mónakó en Rosberg hafði unnið síðustu þrjú árin í röð.

„Guði sé lof að þetta fór eins og ég hafði vonað. Þökk sé liðinu fyrir frábæran bíl. Ég bað fyrir degi sem þessum og hef verið bænheyrður,“ sagði Hamilton eftir verðlaunaafhendinguna í Mónakó. 

Sigurinn fékk hann þó á hálfgerðu silfurfati vegna mistaka í dekkjastoppi Daniels Ricciardo sem verið hafði í forystu fram að því. Við það komst Hamilton fram úr og notaði hann alla færni sína til að halda Ricciardo nógu langt frá sér til loka. Síðast vann hann sigur í Mónakó 2008.

Hamilton hrósaði Ricciardo og sagði hann hafa ekið afburðavel alla helgina. „Hann er einn af bestu ökumönnum sem ég hef keppt við. Ég hlakka til margra rimma við hann, hann getur verið stoltur af sinni frammistöðu.“

Hann sagði að titilkeppnin væri eins og stríð og margur bardaginn eftir. „Það er langt til vertíðarloka. Þegar maður heldur að allt sé að fara forgörðum snúast hlutirnir til betri vegar. Lærdómurinn er því sá, að gefast aldrei upp.“

Lewis Hamilton að koma niður að höfninni í Mónakó, nýkominn …
Lewis Hamilton að koma niður að höfninni í Mónakó, nýkominn út úr undirgöngunum. AFP
Þrír bílar koma niður að höfninni í Mónakó í kappakstrinum …
Þrír bílar koma niður að höfninni í Mónakó í kappakstrinum í dag. AFP
Söngvarinn Justin Bieber óskar Lewis Hamilton til hamingju með sigurinn …
Söngvarinn Justin Bieber óskar Lewis Hamilton til hamingju með sigurinn í Mónakó. AFP
Daniel Ricciardo (t.v.) og Lewis Hamilton takast í hendur að …
Daniel Ricciardo (t.v.) og Lewis Hamilton takast í hendur að Albert Mónakóprins og Charlene prinsessu að keppni lokinni í Mónakó í dag. AFP
Lewis Hamilton fagnar sigrinum í Mónakó með tilþrifum.
Lewis Hamilton fagnar sigrinum í Mónakó með tilþrifum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert