Hamilton þakklátur Rosberg

Lewis Hamilton (ofar) og Nico Rosberg á ferð í kappakstrinum …
Lewis Hamilton (ofar) og Nico Rosberg á ferð í kappakstrinum í Mónakó, rétt áður en þeir höfðu sætaskipti. AFP

Lewis Hamilton hjá Mercedes var þakklátur liðsfélaga sínum  Nico Rosberg að hleypa sér fram úr í Mónakókappakstrinum þótt það hafi kostað hann sitt í keppninni um heimsmeistaratitil ökumanna.

„Ég sagði takk fyrir að vera herramaður,“ sagði Hamilton við blaðamenn. Rosberg hóf keppni af fremstu rásröð, næst á eftir ráspólshafanum Daniel Ricciardo hjá Red Bull. Hamilton hóf keppni í þriðja sæti.

Fljótlega eftir að öryggisbíll var farinn úr brautinni og Ricciardo að stinga af þótti ljóst, að Rosberg ætti í basli með að fá hita í dekkin og Hamilton væri hraðskreiðari.

„Það var ljóst að breyttum við ekki röð Nico og Lewis að við myndum tvímælalaust tapa kappakstrinum,“ útskýrir liðsstjórinn Toto Wolff. „Við biðum nokkra hringi til að ná virkni í dekkin en það lét á sér standa. Á endanum ákváðum við því að beita liðsfyrirmælum því hraði hans var það miklu lakari. Ákvörðunin reyndist síðar rétt vera.“

Wolff hrósaði Rosberg, sigurvegara Mónakókappakstursins þrjú undanfarin ár, fyrir að skilja hvað í húfi var og víkja. Hann hafði sömuleiðis unnið fyrstu fjögur mót ársins og va rmeð 39 forskot á Hamilton í titilkeppninni að þeim loknum. Með úrslitunum í Mónakó minnkaði bilið hins vegar í 24 stig.

Rosberg segir keppnina hafa verið erfiða vegna ónógs dekkjahita í rigningunni. „Þetta var mjög einfalt og í samræmi við reglu sem lengi hefur verið í gildi hjá okkur,“ segir Rosberg um eftirgjöfina á sætinu.

„Það var alveg augljóst, að ég var ekki að fara að keppa til sigurs við þennan hraðaskort. Ég var beðinn að bæta í ferðina en gat það ekki. Næst fékk ég boð um að hleypa Lewis fram úr og ég held úrslitin sýni að það hafi verið þess virði fyrir liðið því Lewis hefði ekki sigrað öðruvísi. Þetta var sárt en samt auðvelt að bregðast svona við beiðninni,“ segir Rosberg um liðsfyrirmælin.

Lewis Hamilton (ofar) og Nico Rosberg á ferð í kappakstrinum …
Lewis Hamilton (ofar) og Nico Rosberg á ferð í kappakstrinum í Mónakó, rétt áður en þeir höfðu sætaskipti. AFP
Lewis Hamilton (ofar) og Nico Rosberg á ferð í kappakstrinum …
Lewis Hamilton (ofar) og Nico Rosberg á ferð í kappakstrinum í Mónakó, rétt áður en þeir höfðu sætaskipti. AFP
Nico Rosberg fékk aldrei regndekkin til að hitna nógu vel …
Nico Rosberg fékk aldrei regndekkin til að hitna nógu vel í bleytunni í Mónakó. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert