McLaren fær nýtt bensín

Fernando Alonso fær betra bensín á McLarenbíl sinn í Montreal.
Fernando Alonso fær betra bensín á McLarenbíl sinn í Montreal. AFP

McLaren fær nýtt bensín á bíla sína í kanadíska kappakstrinum í Montreal. Segir ExxonMobil olíufélagið það talsvert frábrugðið því eldsneyti sem önnur lið brúki.

Þetta er fyrsta betrumbætta bensínið sem Hondavélin í McLarenbílunum fær í ár. Kemur það sér vel á braut sem er gerð fyrir öflugar og skilvirkar vélar. 

Bruce Crawley tæknistjóri ExxonMobil segir að það eigi að gefa sem svarar 0,1 sekúndu bætingu á brautartíma á hring.

Crawley segir að nýja eldsneytið hafi verið þróað í samstarfi við Honda. Hann segir að áfram verði unnið að því að bæta bensínið og þar með afkastagetu véla keppnisbíla McLaren.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert