Hamilton hraðskreiðastur

Lewis Hamilton leggur af stað í aksturslotu á æfingunni í …
Lewis Hamilton leggur af stað í aksturslotu á æfingunni í Monreal í dag. AFP

Lewis Hamilton hjá Mercedes ók hraðast á fyrstu æfingu keppnishelgarinnar í Montreal. Ók hann hringinn á 1:14,755 mínútum. Liðsfélagi hans Nico rosberg ók næsthraðast (1:15,086) og þriðja besta hringinn átti Sebastian Vettel hjá Ferrari (1:15,243).

Rosberg brúkaði önnur mjúkdekk en Hamilton og Vettel og kann það að raska samanburðarhæfi hröðustu hringa þeirra. Fjórða besta tímann átti Max Verstappen á Red Bull með þriðju dekkjagerðina undir.

Kimi Räikkönen hjá Ferrari  átti fimmta besta hringinn og var síðastur ökumanna sem urðu innan við sekúndu frá tíma Hamiltons. Fyrsta tuginn á lista yfir hröðustu hringi fylltu svo Valtteri Bottas hjá Williams, Nico Hülkenberg hjá Force India, Carlos Sainz á Toro Rosso, Sergio Perez hjá Force India og Fernando Alonso hjá McLaren.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert