Þrælöruggt hjá Rosberg

Nico Rosberg jók aftur forskot sitt í stigakeppninni um titil …
Nico Rosberg jók aftur forskot sitt í stigakeppninni um titil ökumanna. AFP

Nico Rosberg hjá Mercedes stakk aðra ökumenn hreinlega af á fyrsta hring kappakstursins í Bakú og leit aldrei um öxl á leið til þrælöruggs sigurs. Í næstu tveimur sætum urðu Sebastian Vettel ogSergio Perez hjá Force India sem fór fram úr Kimi Räikkönen hjá Ferrari á síðasta hring.

Räikkönen var lengst af þriðji en var með refsingu í farteskinu; fimm sekúndur skyldu bætast við tíma hans fyrir akstursbrot sem skrítið var í meira lagi. Var hann að nýta sér kjölsog keppinautar á undan og þegar hann áttaði sig á að sá væri á leið inn í dekkjastopp ók hann yfir línuna sem markaði innreinina. Það taldist ot gegn reglum og voru dómarar kappakstursins fljótir að refsa honum fyrir brot sem hann græddi akkúrat ekkert á.

Í fimmta sæti varð Lewis Hamilton sem glímdi lengi við vanda í aflbúnaði Mercedesbílsins og komst aldrei framar en þetta. Breikkaði bilið milli þeirra Rosberg í stitakeppninni um titl ökumanna í 24 stig, 141:117.

Óvenjulegt met

Með sigrinum hefur Rosberg 19 sinnum staðið á efsta þrepi verðlaunapallsins í formúlu-1, eða oftar en nokkur annar ökumaður sem ekki hefur orðið heimsmeistari í íþróttinni.

Í sætum sex til tíu urðu Valtteri Bottas hjá Williams, Daniel Ricciardo og Max Verstappen hjá Red Bull, Nico Hülkenberg hjá Force India og Felipe Massa hjá Williams. Var þetta fimma mótið af sex þar sem Ricciardo klárar kappakstur aftar en hann hefur hann. Sama er að segja um  Williamsbílana að þessu sinni, þeir drógust aftur úr eftir því sem á leið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert