Verður að vera hættuleg

Sebastian Vettel var ánægður með brautina í Bakú. Hér er …
Sebastian Vettel var ánægður með brautina í Bakú. Hér er hann á undan Kimi Räikkönen og Sergio Perez hjá Force India. AFP

Sebastian Vettel er á því að áfram verði hætta að vera innbyggð í formúlu-1 eigi íþróttin áfram að þykja aðlaðandi í augum áhorfenda. Vettel hefur fjórum sinnum unnið heimsmeistaratitil ökumanna.

Vettel lét þessi ummæli falla á íþróttaráðstefnu Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA) í Tórínó á Ítalíu, eftir að hafa verið spurður hvað formúla-1 þyrfti að nota úr fyrndinni til að skapa sér nýja framtíð.

Hann hrósaði framförum í öryggi greinarinnar en sagði að sér fyndist á vanta að áskorun ökumanna væri nóg. Nefndi hann keppnisbrautina í Bakú í því sambandi og sagði að hraði væri einn af hornsteinum íþróttarinnar. „Hraðinn sem við getum farið í beygjur er framúrskarandi og sá kostur bílanna hefur haldist. Áhættuþátturinn hefur að vissu marki verið fyrir hendi og það er það sem gerir formúluna svo spennandi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert