Nýr samningur nánast í höfn

Nico Rosberg verður áfram hjá Mercedes. Hér situr hann fornan …
Nico Rosberg verður áfram hjá Mercedes. Hér situr hann fornan kappakstursbíl Mercedes-Benz. AFP

Nico Rosberg er alveg við það að skrifa undir nýjan samning við Mercedes er gildir til tveggja ára, eða út 2018. Aðeins er eftir að ganga frá nokkrum „smáatriðum“, að sögn stjórnarformanns liðsins, Niki Lauda.

Rosberg gekk til liðs við Mercedes frá Williams árið 2010. Núverandi samningur rennur út í vertíðarlok og hefur ökumaðurinn átt í viðræðum um framlengingu um margra mánaða skeið.

Nýlega fékk hann austurríska ökumanninn fyrrverandi, Gerhard Berger, til að hjálpa sér að landa samningi svo sjálfur gæti hann einbeitt sér að keppninni. Er hann efstur að stigum í keppninni um heimsmeistaratitil ökumanna.

„Við höfum nánast samþykkt nýjan samning, þurfum aðeins að snurfusa einhverjar klásúlur,“ segir Lauda við þýska blaðið Bild. Spurður hvort samningurinn yrði nokkurs konar afmælisgjöf til Rosberg sem varð 31 árs í vikubyrjun svaraði Lauda: „Nei, hann hefur unnið til hans sjálfur.“

Rosberg hefur unnið fimm mótssigra í ár af átta mögulegum.

Nico Rosberg vinnur kappaksturinn í Bakú í Azerbajdzhan fyrir 10 …
Nico Rosberg vinnur kappaksturinn í Bakú í Azerbajdzhan fyrir 10 dögum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert