Baulað á Hamilton

Púað var á Lewis Hamilton á verðlaunapallinum í Spielberg í …
Púað var á Lewis Hamilton á verðlaunapallinum í Spielberg í dag. AFP

Púað var á Lewis Hamilton er hann gekk út á verðlaunapallinn í Spielberg í dag við lok austurríska kappakstursins. Í stúkunum virtist fleira af stuðningsmönnum liðsfélaga hans Nico Rosberg.

Áhorfendurnir voru greinilega óhressir með árekstur þeirra Hamiltons og Rosbergs er sá fyrrnefndi freistaði framúraksturs í upphafi lokahrings kappakstursins.

„Það er þeirra vandamál, ekki mitt,“ sagði Hamilton um púið og blístrið sem hann þorfti að horfast í augu við.

Við samstuðið laskaðist bíll Rosberg sem hafnaði í fjórða sæti fyrir bragðið en Hamilton komst fram úr og ók til sigurs.

„Ég er hrikalega vonsvikinn,“ sagði Rosberg eftir keppnina og sakaði Hamilton um að hafa ekið inn í sig og valdið árekstrinum.

Þessu var Hamilton ósammála og segist hafa gefið Rosberg svigrúm í beygjunni. Dómarar kappakstursins ákváðu að taka atvikið til skoðunar.

Púað var á Lewis Hamilton er hann stóð á verðlaunapallinum …
Púað var á Lewis Hamilton er hann stóð á verðlaunapallinum í Spielberg. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert