Hótar liðsfyrirmælum

Lewis Hamilton á ferð í austurríska kappakstrnum í dag.
Lewis Hamilton á ferð í austurríska kappakstrnum í dag. AFP

Mercedesstjórinn Toto Wolff sagði eftir kappaksturinn í Spielberg að liðið kynni að beita ökumennina Lewis Hamilton og Nico Rosberg liðsfyrirmælum til að koma í veg fyrir að þeir klessi hvor á hinn.

Bílar þeirra skullu saman í upphafi lokahringsins í dag, með þeim afleiðingum að bíll Rosberg laskaðist og hann féll úr fyrsta sæti í það fjórða. Wolff átti erfitt  með tilfinningar sínar er hann hitti blaðamenn eftir kappaksturinn.

Var hann augljóslega mjög gramur yfir að þurfa horfa eina ferðina enn upp á samstuð liðsfélaganna, en þeir féllu báðir úr leik á fyrsta hring í Spánarkappakstrinum í maí. Rætt var rækilega við Hamilton og Rosberg eftir það atvik en Wolff segir að viðræðurnar hafi greinilega ekki borið tilætlaðan árangur.

„Árekstur er visst afturhvarf í hugum okkar og það er algjörlega eitthvað sem við viljum ekki upplifa aftur. Við lítum út eins og hópur af hálfvitum og þetta er virðingarleysi gagnvart 1.500 manna starfsliði sem slíta rassinn úr buxunum við að undirbúa bílana. Þess vegna er þetta eitthvað sem verður að stöðva. 

Svo virðist sem það muni ekki skila okkur fram á veginn að ræða við þá. Verðum viðþví að hugsa aðrar lausnir upp og ganga það langt að grípa til ekki svo vinsælla liðsfyrirmæla. Það er til skoðunar núna. Það munum við ræða því það er kannski eina leiðin til að ná tökum á stöðunni. Ég hata liðsfyrirmæli, við skuldum stuðningsmönnunum að leyfa þeim að keppa innbyrðis. En við viljum ekki árekstur liðsfélaga í hverjum kappakstri,“ sagði Wolff.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert