Frjálst að glíma innbyrðis

Ökumenn Mercedes glíma hart. Rosberg til vinstri og Hamilton til …
Ökumenn Mercedes glíma hart. Rosberg til vinstri og Hamilton til hægri.

Ökumenn Mercedes fá áfram að keppa innbyrðis en reistar hafa verið vissar skorður við framferði þeirra á kappakstursbrautinni er eiga að hindra að bílarnir skelli saman eins og tvisvar hefur gerst í ár.

Þetta var niðurstaðan eftir fund forsvarsmanna Mercedes með þeim Lewis Hamilton og Nico Rosberg í Silverstone íæ dag, en til áreksturs kom milli þeirra á síðasta hrings kappakstursins í Austurríki sl. sunnudag.

Í tilkynningu Mercedes segir að „bardagareglur“ hafi verið styrktar og eigi héðan í frá að fela í sér öflugri varnir gegn því að bílarnir skelli saman í keppni. Í hverju það felst var þó ekki frekar útskýrt. 

Loks endar tilkynningin á því að í framtíðinni kunni að verða gripið til liðsfyrirmæla og ökumönnunum fyrirskipað á einhverjum tímapunkti í keppni að halda sæti sínu og reyna ekki framúrakstur. Slíkar ráðstafanir segir Mercedes þó vera lausn sem ekki yrði brúkuð nema í ítrustu neyð og sem lokaúrræði fari ökumennirnir ekki að settum reglum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert