Hamilton aftur efstur

Sebastian Vettel á seinni æfingunni í Silverstone í dag.
Sebastian Vettel á seinni æfingunni í Silverstone í dag. AFP

Lewis Hamilton hjá Mercedes ók langhraðast á seinni æfingu dagsins í Silverstone meðan félagi hans Nico Rosberg varð að láta sér nægja að fylgjast með æfingunni úr bílskúr Mercedes vegna margvíslegra bilana í bíl hans.

Næsthraðast óku Red Bull mennirnir Daniel Ricciardo og Max Verstappen en sá fyrrnefndi var 0,4 sekúndum lengur með hringinn en Hamilton. Á Red Bull bílunum munaði svo tveimur tíundu úr sekúndu.

Á óvart kemur árangur Fernando Alonso hjá McLaren sem setti sjötta besta tímann en á milli hans og Verstappen urðu Ferrarimennirnir Sebastian Vettel og Kimi Räikkönen. Besti hringur Alonso var þó 1,4 sekúndum lakari en topphringur Hamiltons, sem er ótrúlega mikill munur á fyrsta og sjötta sæti. Á Alonso og Räikkönen munaði hins vegar ekki nema 0,3 sekúndum.

Í sætum sjö til tíu urðu Valtteri Bottas hjá Williams, Romain Grosjean hjá Haas, Jenson Button hjá McLaren og Felipe Massa hjá Williams.

Allir ökumennirnir 10 voru með sömu mjúku dekkjagerðina undir er þeir náðu sínum besta tíma.

Lewis Hamilton á ferð á seinni æfingunni í Silverstone í …
Lewis Hamilton á ferð á seinni æfingunni í Silverstone í dag. AFP
Jenson Button hefur aldrei komist á verðlaunapall í Silverstone. Hér …
Jenson Button hefur aldrei komist á verðlaunapall í Silverstone. Hér er hann á seinni æfingu dagsins. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert