Räikkönen áfram hjá Ferrari út 2017

Kimi Räikkönen fagnar á verðlaunapallinum í Spielberg í Austurríki síðastliðinn …
Kimi Räikkönen fagnar á verðlaunapallinum í Spielberg í Austurríki síðastliðinn sunnudag, 3. júlí. Kom hann þriðji í mark. AFP

Ferrari hefur framlengt samning sinn við Kimi Räikkönen út næsta ár, 2017. Keppir hann því áfram við hlið Sebastians Vettel fyrir ítalska liðið.

Samningur Räikkönen hefði runnið út við komandi vertíðarlok og þykir forsvarsmönnum liðsins hann hafa staðið siga meira en nógu vel til að hljóta framhaldsráðningu.

Räikkönen er 36 ára og réði sig að nýju til Ferrari árið 2014 eftir að hafa keppt um skeið með Lotusliðinu. Var hann þó innan við hálfdrættingur í stigasöfnun miðað við þáverandi félaga sinn hjá Ferrari, Fernando Alonso. Hann átti einnig erfitt uppdráttar í fyrra gegn Vettel sem vann þá þrjú mót.

Hagur Räikkönen hefur batnað í ár og hefur hann þegar komist á verðlaunapall í fjórum mótum af níu. Er hann í fjórða sæti í stigakeppninni um heimsmeistaratitil ökumanna með 96 stig, eða jafn mörg og Vettel sem telst þriðji.

Räikkönen er síðasti ökumaðurinn til að færa Ferrari titil ökumanna, en það gerði hann árið 2007.

Kimi Räikkönen á ferð í kappakstrinum í Austrríki síðastliðinn sunnudag.
Kimi Räikkönen á ferð í kappakstrinum í Austrríki síðastliðinn sunnudag. AFP
Kimi Räikkönen á leið til þriðja sætis í austurríska kappakstrinum …
Kimi Räikkönen á leið til þriðja sætis í austurríska kappakstrinum um síðustu helgi. AFP
Kimi Räikkönen á ferð á lokaæfingunni í Spielberg í Austurríki.
Kimi Räikkönen á ferð á lokaæfingunni í Spielberg í Austurríki. AFP
Kimi Räikkönen á leið til þriðja sætis í austurríska kappakstrinum …
Kimi Räikkönen á leið til þriðja sætis í austurríska kappakstrinum um síðustu helgi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert