55. ráspóll Hamiltons

Lewis Hamilton fagnar ráspólnum í Silverstone.
Lewis Hamilton fagnar ráspólnum í Silverstone. AFP

Lewis Hamilton hjá Mercedes var í þessu að vinna sinn 55. ráspól á formúlu-1 ferli sínum. Annar varð liðsfélagi hans Nico Rosberg og þriðji Max Verstappen hjá Red Bull.

Hamilton setti besta hringinn í lokatilraun tímatökunnar en tími hans úr fyrri atlögunni í lokalotunni var strikaður út þar sem hann renndi sér út fyrir brautarmörkin í einni beygju og var talinn hafa hagnast á því. Sótti hann enn harðar í lokatilrauninni og setti þá betri tíma en þann sem ógiltur var.

Rosberg átti engin svör við ákefðarhring Hamiltons og varð að sætta sig við annað sætið. Hefur Hamilton því heimakappakstur sinn í Silverstone frammi fyrir löndum sínum í óskastöðu.

Fjórði á rásmarki verður Daniel Ricciardo hjá Red Bull, Kimi Räikkönen hjá Ferrari fimmti en liðsfélagi hans Sebastian Vettel fellur úr sjötta sæti í það ellefta vegna gírkassaskipta. Því færist Vallteri Bottas hjá Williams upp um eitt sæti í það sjötta, Nico Hülkenberg úr því áttunda í það sjöunda,. Fernando alonso hjá McLaren úr því níunda í það áttunda og Carlos Sainz hjá Toro Rosso úr tíunda í það níunda. Loks færist Sergio Perez hjá Force India úr ellefta sæti í það tíunda.

Lewis Hamilton á leið til ráspóls frammi fyrir löndum sínum …
Lewis Hamilton á leið til ráspóls frammi fyrir löndum sínum í Silverstone. AFP
Lewis Hamilton þakkar áhorfendum í Silverstone fyrir stuðning í tímatökunni.
Lewis Hamilton þakkar áhorfendum í Silverstone fyrir stuðning í tímatökunni. AFP
Lewis Hamilton (t.v.) og Nico Rosberg takast í hendur eftir …
Lewis Hamilton (t.v.) og Nico Rosberg takast í hendur eftir tímatökuna í Silverstone. AFP
Kimi Räikkönen sló liðsfélaga sínum, Sebastian vettel, við í tímatökunni …
Kimi Räikkönen sló liðsfélaga sínum, Sebastian vettel, við í tímatökunni í Silverstone. AFP
Fernando Alonso hjá McLaren hefur keppni í Silverstone af áttunda …
Fernando Alonso hjá McLaren hefur keppni í Silverstone af áttunda rásstað. AFP
Lewis Hamilton (t.v.) og Nico Rosberg rétt eftir tímatökuna í …
Lewis Hamilton (t.v.) og Nico Rosberg rétt eftir tímatökuna í Silverstone. AFP
Nico Hülkenberg hjá Force India hefur keppni af sjöunda rásstað …
Nico Hülkenberg hjá Force India hefur keppni af sjöunda rásstað í Silverstone. AFP
Felipe Massa hjá Williams komst ekki í lokalotuna og hefur …
Felipe Massa hjá Williams komst ekki í lokalotuna og hefur keppni í 12. sæti á heimavelli liðsins. AFP
Lewis Hamilton (t.v.) og Nico Rosberg rétt eftir tímatökuna í …
Lewis Hamilton (t.v.) og Nico Rosberg rétt eftir tímatökuna í Silverstone. AFP
Jenson Button hjá McLaren hefði keppt í annarri lotu hefðu …
Jenson Button hjá McLaren hefði keppt í annarri lotu hefðu dómarar verið skilvirkari í ákvörðunum sínum. AFP
Kevin Magnussen á Renault til vinstri og Esteban Gutierrez hjá …
Kevin Magnussen á Renault til vinstri og Esteban Gutierrez hjá Haas í tímatökunni í Silverstone. AFP
Lewis Hamilton aftar og Romain Grosjean hjá Haas á ferð …
Lewis Hamilton aftar og Romain Grosjean hjá Haas á ferð í tímtökunni í Silverstone. AFP
Það var hvasst og svalt í Silverstone í dag. Hér …
Það var hvasst og svalt í Silverstone í dag. Hér gengur Lewis Hamilton til tímatökunnar. AFP
Alráðurinn Bernie Ecclestone (t.v.) og fyrrum liðsstjórinn Eddie Jordan stinga …
Alráðurinn Bernie Ecclestone (t.v.) og fyrrum liðsstjórinn Eddie Jordan stinga saman nefjum fyrir tímatökunar í Silverstone. Jordan hélt á sínum tíma úti samnefndu keppnisliði í formúlunni, sem nú heitir Mercedes. AFP
Marcus Ericsson hjá Sauber tók ekki þátt í tímatökunni þar …
Marcus Ericsson hjá Sauber tók ekki þátt í tímatökunni þar sem ekki tókst að gera við bíl hans sem skemmdist mjög á lokaæfingunni fyrir tímatökuna. Þá var hann fluttur á sjúkrahús til skoðunar og eftirlits vegna slyssins. AFP
Felipe Nasr á Sauber í Silverstone.
Felipe Nasr á Sauber í Silverstone. AFP
Romain Grosjean hjá Haas á ferð í Silverstone.
Romain Grosjean hjá Haas á ferð í Silverstone. AFP
Þeir verða fremstir á rásmarki á morgun (f.v.:), Max Verstappen …
Þeir verða fremstir á rásmarki á morgun (f.v.:), Max Verstappen (3), Lewis Hamilton (1) og Nico Rosberg (2). AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert