Kunnuglegt í Hungaroring

Lewis Hamilton ræðir við blaðamenn í Hungaroring.
Lewis Hamilton ræðir við blaðamenn í Hungaroring. AFP

Lewis Hamilton setti hraðasta hringinn (1.21,347 mín.) á fyrstu æfingu kappaksturshelgarinnar í Búdapest í Ungverjalandi.

Venju samkvæmt voru Mercedesbílarnir hraðskreiðastir en Nico Rosberg (1.21,584) var 0,2 úr sekúndu lengur í förum en Hamilton.

Yfirburðir Mercedesmanna voru miklir því Sebastian Vettel (1.22,991)  hjá Ferrair var var 1,4 sekúndum lengur með þriðja besta tíma morgunsins. Var hann 0,1 sekúndu fljótari í förum en liðsfélaginn Kimi Räikkönen (1.23,082).   

Ökumenn Red  Bull urðu í sætum fimm og sex, Daniel Ricciardo (1.23,174) á undan Max Verstappen (1.23,457).

Í sætum sjö til 10 urðu svo Jenson Button á McLaren (1.23,961), Romain Grosjean á Haas (1.24,013), Sergio Perez (1.24,073) á Force India og liðsfélagi hans Nico Hülkenberg á 1.24,120 mín. aðeins nokkrum þúsundustu úr sekúndu þar á eftir urðu Felipe Massa á Williams (1.24,154) og Fernando Alonso á McLaren (1.24,184).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert