Rosberg framlengir

Nico Rosberg á blaðamannafundi í Hungaroring í Búdapest í gær.
Nico Rosberg á blaðamannafundi í Hungaroring í Búdapest í gær. AFP

Eftir langdrægar samningaviðræður hefur Nico Rosberg skrifað undir nýjan samning til tveggja ára við Mercedesliðið.

Keppir Rosberg samkvæmt því fyrir Mercedes út árið 2018, en einnig rennur samningur Lewis Hamilton út á sama tíma. 

Rosberg gekk til liðs við Mercedes frá Williams fyrir keppnistíðina 2010 og hefur á þeim tíma unnið 19 mót. Auk þess varð hann í öðru sæti í keppninni um titil ökumanna 2014 og  2015, í bæði skipting á eftir Hamilton.

Rosberg er sem stendur með forystu á Hamilton í titilslagnum í ár, en á þeim munar aðeins einu stigi.

Skýrt var frá nýja samningnum á heimasíðu Mercedesliðsins í morgun en í myndskeiði þar sjást þeir Toto Wolff liðsstjóri skrifa undir samninginn og takast síðan í hendur og faðmast.

Samningur Rosberg undirritaður. Hann gildir út vertíðina 2018.
Samningur Rosberg undirritaður. Hann gildir út vertíðina 2018.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert