Stysta stoppið eður ei

Dekkjasveit Mercedes var ótrúlega snögg að skipta um dekk hjá …
Dekkjasveit Mercedes var ótrúlega snögg að skipta um dekk hjá Nico Rosberg í Hungaroring. AFP

Í formúlu-1 skipta sekúndubrotin máli og geta ráðið úrslitum um sigur eða önnur sæti í keppni. Þess vegna verja vélvirkjar liðanna mörgum klukkustundum í að æfa dekkjaskipti á sem stystum tíma.

Í lok hvers kappaksturs er tilkynnt um stysta stoppið í viðkomandi móti og niðurstöðunni fagnað. Í ungverska kappakstrinum voru það starfsmenn í bílskúr Mercedes-liðsins sem fögnuðu innilegast. Að sögn mótshaldara tóku dekkjaskipti á bíl Nico Rosberg aðeins 2,15 sekúndur.

Það eru hreint ótrúlega skjót dekkjaskipti en hið opinbera met á Williams-liðið og hljóðar það upp á einungis 1,92 sekúndur.

Mercedes-liðið er eigi alls kostar ánægt með mælinguna þó og telur stopp sitt hafa verið enn styttra, eða aðeins  1,73 sekúndur. Með öðrum orðum 0,2 sekúndum betra met en Williams setti.

Nú liggur ekki fyrir hvernig Mercedes mælir eða Alþjóðaakstursíþróttasambandið (FIA). Undirritaður er vanur tímavörður og gerði sér til gamans tvær tilraunir til að mæla stoppið í meðfylgjandi myndskeiði.

Niðurstaðan var annars vegar 2,05 sekúndur og hins vegar 2,08. Varð því á milli mælinga liðsins og FIA. Einhver skekkjumörk eru eflaust í mælingunni en nokkuð vantar á að stopp Mercedes hafi verið jafngott eða betra en stopp Williams.

Mýkt eða hörku dekkja Pirelli má þekkja á lit merkinganna.
Mýkt eða hörku dekkja Pirelli má þekkja á lit merkinganna. AFP
Þjónustusveit Mercedes undirbúin undir dekkjaskipti hjá Nico Rosberg í Bakú.
Þjónustusveit Mercedes undirbúin undir dekkjaskipti hjá Nico Rosberg í Bakú. AFP
Dekkjaskipti æfð á bíl Nico Rosberg á æfingu í Búdapest. …
Dekkjaskipti æfð á bíl Nico Rosberg á æfingu í Búdapest. Kom sú reynsla sér vel í kappakstrinum. AFP
Því samhæfðari sem þjónustusveitin er því hraðaar taka dekkjaskiptin. Hér …
Því samhæfðari sem þjónustusveitin er því hraðaar taka dekkjaskiptin. Hér er Lewis Hamilton í dekkjaskiptum í austurríska kappakstrinum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert