Magnussen fluttur á spítala

Risaskjár við brautina sýnir hinn mikla skell Kevin Magnussen í …
Risaskjár við brautina sýnir hinn mikla skell Kevin Magnussen í belgíska kappakstrinum í Spa-Francorchamps í dag. Hér grefst bíllinn inn í dekkjavegginn. AFP

Danski ökumaðurinn Kevin Magnussen hjá Renault var fluttur á spítala til ítarlegrar skoðunar eftir hrikalega harðan skell á öryggisvegg í belgíska kappakstrinum.

Óvíst er hvort Magnussen geti keppt í Monza á Ítalíu eftir viku en hann skarst á vinstri ökkla og hlaut jafnframt tognun á fæti.

Magnussen missti stjórn á bílnum á útleið í Raidillon-beygjunni og hafnaði á miklum hraða og af miklu afli á öryggisveg. Var keppnin stöðvuð meðan gert var við vegginn. Komst hann af eigin rammleik upp úr afar illa förnum bílnum og haltraði frá brakinu. 

Risaskjár við brautina sýnir hinn mikla skell Kevin Magnussen í …
Risaskjár við brautina sýnir hinn mikla skell Kevin Magnussen í belgíska kappakstrinum í Spa-Francorchamps í dag. Hér grefst bíllinn inn í dekkjavegginn. AFP
Risaskjár við brautina sýnir hinn mikla skell Kevin Magnussen í …
Risaskjár við brautina sýnir hinn mikla skell Kevin Magnussen í belgíska kappakstrinum í Spa-Francorchamps í dag. Hér grefst bíllinn inn í dekkjavegginn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert