Magnussen heimilað að keppa

Kevin Magnussen var stálhress á blaðamannafundi í Monza í gær.
Kevin Magnussen var stálhress á blaðamannafundi í Monza í gær. AFP

Danski ökumaðurinn Kevin Magnussen hjá Renault hefur fengið grænt ljós á að keppa en hann féll úr leik er hann hafnaði á tæplega 300 km/klst hraða á öryggisvegg í belgíska kappakstrinum síðasta sunnudag.

Magnussen þurfti eins og reglur kveða á um að gangast undir læknispróf í Monza á Ítalíu í gærmorgun. Stóðst hann það en svo illa var bíll hans útleikinn að Renault verður að grípa til varabíls í ítalska kappakstrnium.

Magnussen tognaði á ökkla og marðist en eftir læknisskoðunina sagðist hann vera „í fínu lagi“.

Ökumenn Renault rétt fyrir slysið í Spa. Hér fer Jolyon …
Ökumenn Renault rétt fyrir slysið í Spa. Hér fer Jolyon Palmer á undan Kevin Magnussen í brautinni í Spa-Francorchamps. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert