Hamilton hafði betur

Lewis Hamilton á seinni æfingu dagsins í Monza.
Lewis Hamilton á seinni æfingu dagsins í Monza. AFP

Lewis Hamilton sneri dæminu við á seinni æfingu dagsins í Monza og ók hraðar en liðsfélaginn Nico Rosberg, sem átti næst besta hring æfingarinnar. Í morgun var Rosberg hraðskreiðari.

Sebastian  Vettel hjá Ferrari átti þriðja besta hringinn en var tæpum 0,3 sekúndum lengur með hann en Rosberg með sinn besta. Hamilton var tæpar 0,2 sekúndum fljótari en liðsfélaginn og hálfri sekúndu á undan Vettel, sem er minni munur á toppliðunum tveimur en í morgun.

Kimi Räikkönen hjá Ferrari átti fjórða besta hringinn og var tæplega 0,2 sekúndum á eftir Vettel. Í næstu tveimur sætum voru Max Verstappen og Daniel Ricciardo hjá Red Bull. Báðir voru þeir meira en sekúndu lengur með hringinn en Hamilton.

Fernando Alonso hjá McLaren kom á óvart með sjöunda besta tímanum en fyrsta tuginn fylltu svo Valtteri Bottas hjá Williams, Romain Grosjean hjá Haas og Jenson Button hjá McLaren. Var Button í tíunda sætinu næstum tveimur sekúndum lengur með hringinn en Hamilton í fyrsta sæti.

Romain Grosjean hjá Haas á seinni æfingu dagsins í Monza.
Romain Grosjean hjá Haas á seinni æfingu dagsins í Monza. AFP
Nico Rosberg á ferð í Monza í dag.
Nico Rosberg á ferð í Monza í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert