Hamilton fremstur á lokaæfingunni

Nico Rosberg (framar) og Lewis Hamilton á lokaæfingunni í Monza.
Nico Rosberg (framar) og Lewis Hamilton á lokaæfingunni í Monza. AFP

Lewis Hamilton hjá Mercedes ók hraðast á lokaæfingunni fyrir tímatökurnar í Monza. Var hann 0,3 sekúndum fljótari með hringinn en liðsfélaginn Nico Rosberg og 0,9 sekúndum fljótari en þriðji maður, Sebastian Vettel hjá Ferrari.

Kimi Räikkönen hjá Ferrari átti fjórða besta hringinn, var 0,2 sekúndum lengur í förum en Vettel. Næstir urðu Williamsmennirnir Valtteri Bottas og Felipe Massa 0,3 og 0,4 sekúndum á eftir Räikkönen.

Fyrsta tuginn fylltu svo Daniel Ricciardo og Max Verstappen hjá Red Bull, Sergio Perez hjá Force India og Esteban Gutierrez hjá Haas. Var sá síðastnefndi rétt rúmum tveimur sekúndum lengur með hringinn en Hamilton.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert