Kaupa formúluna á 500 milljarða

Gengið verður frá sölu viðskiptaréttinda formúlu-1 í næstu viku.
Gengið verður frá sölu viðskiptaréttinda formúlu-1 í næstu viku. AFP

Bandaríska fyrirtækið Liberty Media hefur náð samkomulagi um að kaupa öll viðskiptaréttindi formúlu-1. Verðmiðinn hljóðar upp á 4,4 milljarða dollara, jafnvirði 506 milljarða íslenskra króna.

Liberty Media hefur verið umsvifamikið á sviði fjölmiðlunar og fjarskipta og framleiðslu afþreyingarefnis. Á það meðal annars hafnaboltaliðið Atlanta Braves og gervihnattaútvarpsþjónustuna Sirius XM. Forstjórinn John Malone hefur verið frumkvöðull á sviði kapalsjónvarps.

Segir jafnframt í fréttum af viðskiptum þessum, að Liberty Media sé stærsta alþjóðlega sjónvarps- og breiðbandsfyrirtæki heims.Sé það með umsvif í á fjórða tug landa í Evrópu, rómönsku Ameríku og á Karíbahafssvæðinuu.

Seljendur formúlunnar eru þýska verðbréfafyrirtækið CVC Capital Partners.

Miklar tekjur eru af markaðssetningu formúlu-1.
Miklar tekjur eru af markaðssetningu formúlu-1. AFP
Nýir eigendur formúlu-1 vilja að Bernie Ecclestone sinni starfi alráðs …
Nýir eigendur formúlu-1 vilja að Bernie Ecclestone sinni starfi alráðs hennar næstu þrjú árin a.m.k. AFP
John Malone er eigandi Liberty Media sem samið hefur um …
John Malone er eigandi Liberty Media sem samið hefur um kaup á formúlu-1. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert