200. kappakstur Rosberg

Nico Rosberg fagnar sigri Í Monza með liðsfélögum sínum.
Nico Rosberg fagnar sigri Í Monza með liðsfélögum sínum. AFP

Nico Rosberg hjá Mercedes mun fagna vissum áfanga á keppnisferlinum í Singapúr. Verður það 200. kappakstur hans í formúlu-1.

Rosberg var ráðinn til að keppa fyrir Williams sem ríkjandi heimsmeistari í GP2-formúlunni árið 2006. Fyrsti kappakstur hans var í Barein og sló hann þar strax í gegn með því að setja hraðasta hring kappakstursins, en á endanum hafnaði hann í sjöunda sæti. Mistókst ræsingin hjá honum svo hann missti nær alla keppendur fram úr sér.

Keppnistíðin einkenndist af basli fyrir Rosberg og ótraustum bíl sem bilaði hvað eftir annað. Náði hann einungis einu sinni aftur stigasæti með sjöunda sætinu í Imola. Hætti hann keppni í helmingi mótanna 18.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert