Þrumuveður í Singapúr

Fernando Alonso fremstur í fylkingu á McLarenbílnum í Singapúr í …
Fernando Alonso fremstur í fylkingu á McLarenbílnum í Singapúr í fyrra. mbl.is/afp

Suðvestan monsúnvindur mun setja sitt mark á kappaksturinn í Singapúr um komandi helgi, að sögn veðurþjónustu formúlu-1.

Alla morgna keppnishelgarinnar er útlit fyrir þurrviðri að mestu en síðan munu skýin hrannast upp á himnafestingunni og frá og með hádegi má búast við þrumuveðri og miklu skúraveðri.

Skúrunum getur síðan fylgt hvassviðri og allar munu þessar aðstæður verða hinar erfiðustu fyrir ökumenn og bíla formúlunnar.

Þar sem æfingar og keppni fara að mestu fram eftir sólsetur síðdegis og að kvöldi til er mögulegt að ökumenn sleppi að einhverju leyti við rigningu. Þó segir veðurþjónustan að alls ekki sé hægt að útiloka rigningarskúrir á þeim tíma dagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert