Verstappen fljótastur

Max Verstappen í hraðri beygju á fyrstu æfingunni í Singapúr.
Max Verstappen í hraðri beygju á fyrstu æfingunni í Singapúr. AFP

Ökumenn Red Bull réðu ferðinni á fyrstu æfingu keppnishelgarinnar í Singapúr. Max Verstappen átti besta hring og liðsfélagi hans Daniel Ricciardo var aðeins 39 þúsundustu úr sekúndu á eftir.

Þriðja besta tímann setti Sebastian Vettel hjá Ferrari en milli hans og liðsfélagans Kimi Räikkönen í sjötta sætinu urðu ökumenn Mercedes, Lewis Hamilton og Nico Rosberg.  Var sá fyrrnerndi 0,6 sekúndum lengur í förum en Vestappen.

Fyrsta tuginn á töflu yfir hröðustu hringi fylltu svo - í þessari röð - Carlos Sainz og Daniil Kvyat hjá Toro Rosso, Felipe Massa hjá Williams og Esteban Gutierrez hjá Haas.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert