Rosberg vann og endurheimti forystu

Nico Rosberg fagnar sigrinum í Singapúr.
Nico Rosberg fagnar sigrinum í Singapúr. AFP

Nico Rosberg hjá Mercedes vann öruggan sigur í kappakstrinum í Singapúr og endurheimti við það forystuna í stigakeppninni um heimsmeistaratitil ökumanna. Annar varð Daniel Ricciardo hjá Red Bull og þriðji Lewis Hamilton hjá Mercedes.

Rosberg hóf keppni af ráspól í þessum 200. kappakstri á ferlinum og réði alveg ferðinni. Ók hann á tveggja stoppa áætlun en keppinautarnir skiptu um herfræði í miðjum klíðum og tóku þrjú dekkjastopp í þeirri von að geta skákað Rosberg í lokim.

Ricciardo sótti mjög á en varð að gera sér annað sætið á góðu, hálfri sekúndu á eftir. Hamilton varð þriðji, Kimi Räikkönen hjá Ferrari fjórði og liðsfélagi hans Sebastian Vettel fimmti en hann hóf keppni síðastur 22ja ökumanna.

Með sigrinum, hinum áttunda á árinu, hefur Rosberg nú tekið forystu í keppni ökumanna, endurheimt hana frá liðsfélaga sínum Hamilton. Á þeim munar átta stigum, 273:265, þegar sex mót eru eftir keppnistíðarinnar.

Nico Rosberg fagnar sigrinum í Singapúr.
Nico Rosberg fagnar sigrinum í Singapúr. AFP
Liðsfélagarnir Nico Rosberg (t.v.) og Lewis Hamilton fagna á verðlaunapallinum …
Liðsfélagarnir Nico Rosberg (t.v.) og Lewis Hamilton fagna á verðlaunapallinum í Singapúr. AFP
Lewis Hamilton (t.v.) óskar Nico Rosberg til hamingju með sigurinn …
Lewis Hamilton (t.v.) óskar Nico Rosberg til hamingju með sigurinn í Singapúr. AFP
Nico Rosberg á leið til sigurs í Singapúr.
Nico Rosberg á leið til sigurs í Singapúr. AFP
Kimi Räikkönen og Lewis Hamilton á ferð í Singapúr.
Kimi Räikkönen og Lewis Hamilton á ferð í Singapúr. AFP
Nico Rosberg sigri hrósandi eftir kappaksturinn í Singapúr.
Nico Rosberg sigri hrósandi eftir kappaksturinn í Singapúr. AFP
Liðsmenn Mercedes fagna sigri Nico Rosberg í Singapúr.
Liðsmenn Mercedes fagna sigri Nico Rosberg í Singapúr. AFP
Nico Hülkenberg hafnaði á öryggisvegg í fyrstu beygju í Singapúr.
Nico Hülkenberg hafnaði á öryggisvegg í fyrstu beygju í Singapúr. AFP
Nico Rosberg réði lögum og lofum í kappakstrinum í Singapúr.
Nico Rosberg réði lögum og lofum í kappakstrinum í Singapúr. AFP
Nico Rosberg í forystu í fyrstu beygju í kappakstrinum í …
Nico Rosberg í forystu í fyrstu beygju í kappakstrinum í Singapúr. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert