Ýmislegt í pokahorninu

Daniel Ricciardo (t.v.) þjarmaði að Nico Rosberg udir lokin í …
Daniel Ricciardo (t.v.) þjarmaði að Nico Rosberg udir lokin í Singapúr. AFP

MercedesstjórinnTotoWolff segir að NicoRosberg hafi átt ýmislegt í pokahorninu til að grípa til ef hann þyrfti að verjast sókn af hálfu DanielRicciardo hjá Red Bull á lokahringjunum í Singapúr.

Rosberg hélt fast við tveggja stoppa áætlun sem hann hóf kappaksturinn með og réði hann ferðinni alla leið af ráspól. Keppinautarnir Ricciardo og Kimi Räikkönen hjá Ferrari skiptu hins vegar yfir á þriggja stoppa áætlun í því markmiði að draga Rosberg uppi og glíma við hann um forystu í kappakstrinum.

Eftir síðasta stoppið dró Ricciardo ógnarhratt á Rosberg á nýjum ofurmjúkum dekkjum. Um tíma var hann allt að þremur sekúndum fljótari með hringinn en Mercedesþórinn sem þá var á slitnum mjúkdekkjum. Hafði hann betur á endanum en Ricciardo var ekki nema hálfri sekúndu tæpri á eftir.

Wolff segir að Rosberg hefði haft tólin til að verjast. „Nico ók óaðfinnanlega alla helgina, skilaði fullkomnu verki. Eftir ótrúlegan tímatökuhring ók hann yfirvegað í kappakstrinum alla leið fram á lokametrana.

Við vildum bæta við þriðja stoppinu en Ricciardo ók hrikalegan úthring eftir lokastoppið og á sama augnabliki tapaði Nico tíma í umferð. Þegar þetta var gert upp mátti ljóst vera að þriðja stoppið hefði getað kostað forystusætið. Hann varð því að þrauka til loka - og það kláraði hann þótt naumt virtist. Við héldum að þetta yrði auðvelt en svo varð það smám saman ljóst að svo yrði ekki. Við héldum til haga ýmsum brellum og vélarstillingum sem hann gæti gripið til ef Ricciardo legði til atlögu,“ segir Wolff.



Daniel Ricciardo í bíl sínum í bílskúr Red Bull í …
Daniel Ricciardo í bíl sínum í bílskúr Red Bull í Singapúr. Eins og alltaf, brosandi út að eyrum. AFP
Daniel Ricciardo á ferð í kappakstrnium í Singapúr.
Daniel Ricciardo á ferð í kappakstrnium í Singapúr. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert