Rosberg vel á undan

Lewis Hamilton á ferð í Sepang í morgun.
Lewis Hamilton á ferð í Sepang í morgun. AFP

Nico Rosberg (1:35,227) var hálfri sekúndu fljótari með hringinn en liðsfélaginn Lewis Hamilton (1:35,721) í Sepang í Malasíu, en þar hófst kappaksturshelgin í morgun með fyrstu æfingu.

Þriðja besta hringinn átti Kimi Räikkönen (1:35,315) hjá Ferrari en hann var þó meira en sekúndu lengur að klára hann en Rosberg.

Á óvart kom hraði Fernando Alonso hjá McLaren en hann prófaði nýja og uppfærða Hondavél er skilaði honum í fimmta sæti. Var hann innan við 0,2 sekúndum á eftir Räikkönen en á milli þeirra varð Sebastian Vettel hjá Ferrari. Ók hann hringinn best á 1:36,331 en Alonso fór hann á 1:36,510 mín. 

Í sætum sex til tíu urðu - í þessari röð - Daniel Ricciardo og Max Verstappen hjá Red Bull, Nico Hülkenberg og Sergio Perez hjá Force India og loks Jenson Button hjá McLaren. Var hann 1,1 sekúndu lengur með hringinn en Alonso sem sýnir muninn á vélunum tveimur, en Button brúkaði þá gömlu.

Nico Rosberg á ferð á æfingunni í Sepang í morgunn.
Nico Rosberg á ferð á æfingunni í Sepang í morgunn. AFP
Vélvirki rannsakar dee hjá Kimi Räikkönen á æfingunni í Sepang …
Vélvirki rannsakar dee hjá Kimi Räikkönen á æfingunni í Sepang í morgun. AFP
Jolyon Palmer hjá Renault á ferð á æfingunni í Sepang …
Jolyon Palmer hjá Renault á ferð á æfingunni í Sepang í morgun. AFP
Felipe Massa hjá Williams í Sepang í morgun.
Felipe Massa hjá Williams í Sepang í morgun. AFP
Nico Rosberg í beygju í Sepang í morgun.
Nico Rosberg í beygju í Sepang í morgun. AFP
Dekkin skoðuð eftir aksturslotu Lewis Hamilton í Sepang í morgun.
Dekkin skoðuð eftir aksturslotu Lewis Hamilton í Sepang í morgun. AFP
Valtteri Bottas hjá Williams leggur af stað í aksturslotu í …
Valtteri Bottas hjá Williams leggur af stað í aksturslotu í Sepang í morgun. AFP
Bíllinn yfirstýrir hjá Lewis Hamilton í beygju í Sepang í …
Bíllinn yfirstýrir hjá Lewis Hamilton í beygju í Sepang í morgun. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert