Vettel refsað fyrir ákeyrsluna

Sebastian Vettel á Ferrari ók fyrst utan í Max Verstappen …
Sebastian Vettel á Ferrari ók fyrst utan í Max Verstappen (t.h.) og stangaði síðan Mercedesbíl Nico Rosberg (l.t.v.) í fyrstu beygju í Sepang. AFP

Sebastian Vettel hefur verið víttur fyrir að vera valdur að árekstri í fyrstu beygju Malasíukappakstursins í dag. Færist hann aftur um þrjú sæti á rásmarki næsta móts, Japanskappakstursins eftir viku.

Vettel hóf keppni af fimmta rásstað og skaust fram úr báðum ökumönnum Red Bull á leiðinni fram að fyrstu beygju. Í henni rak hann sig fyrst utan í Max Verstappen sem var utanvert við hann og síðan stangaði hann Mercedisbíl Rosberg sem snarsnerist á brautinni.

Rosberg féll niður í síðasta sæti en ók síðan sem griðungur alla leið og uppskar þriðja sætið. Keppni Vettels lauk hins vegar í beygjunni þar sem vinstri framfjöðrun brotnaði.

Eftirlitsdómarar kappakstursins lágu yfir upptökum af atvikinu og yfirheyrðu Vettel. Komust þeir á endanum að þeirri niðurstöðu, að ástæða væri til að refsa honum. Auk afturfærslu var hann sviptur tveimur skírteinispunktum og eru þar með fjórir foknir á árinu.

Sebastian Vettel (t.h.) komst ekki langt eftir ákeyrsluna á Nico …
Sebastian Vettel (t.h.) komst ekki langt eftir ákeyrsluna á Nico Rosberg (t.v.). AFP
Sebastian Vettel (l.t.h.) féll úr leik með laskaðan stýrsbúnað eftir …
Sebastian Vettel (l.t.h.) féll úr leik með laskaðan stýrsbúnað eftir ákeyrsluna á Nico Rosberg (fyrir miðju) í byrjun kappakstursins í Sepang. Fram hjá honum eki Felipe Massa á Williams (l.t.v) AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert