Hélt að keppninni væri að ljúka

Lewis Hamilton hrósar sigri í Mexíkó.
Lewis Hamilton hrósar sigri í Mexíkó. AFP

Lewis Hamilton óttaðist að hann hefði klúðrað kappakstrinum í Mexíkó er hann harðlæsti bremsunum á leið inn í fyrstu beygju og neyddist til að aka út á öryggissvæði eftir að hafa misst af beygjunni.

Hamilton hóf keppni af ráspól og þótt áberandi slitblettur væri á hægra framdekki eftir atvikið í fyrstu beygju náði hann vopnum sínum og ók til öruggs sigurs.

„Viðbragðið hjá mér var frábært,“ sagði Hamilton við sjónvarpsstöðina Sky Sports. „Hægra framdekkið var gljáfægt og þegar ég bremsaði læstist það og ég átti engan kost annan en aka yfir grasið - útilokað var að ég næði beygjunni.

Eftir þetta var gríðarlegur titringur í bílnum og ég hélt ég yrði að að fara inn að bílskúr en þá hefði kappaksturinn verið búinn fyrir mig.“

Spurður hvort hann hafi óttast að verða refsað fyrir framhjáhlaupið svaraði Hamilton: „Það flaug ekki gegnum kollinn á mér, ég var bara svo upptekinn af dekkinu skemmda. En það bjó mikið í bílnum og ég þurfti ekki að knýja hann en jók samt forskot mitt.“


Lewis Hamilton hrósar sigri í Mexíkó.
Lewis Hamilton hrósar sigri í Mexíkó. AFP
Lewis Hamilton læsir bremsunum á leið inn í fyrstubeygju í …
Lewis Hamilton læsir bremsunum á leið inn í fyrstubeygju í gær. Lengst til hægri er Nico Rosberg. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert