Palmer líklega til Sauber

Jolyon Palmer gæti verið á leið til Sauber.
Jolyon Palmer gæti verið á leið til Sauber. AFP

Breski nýliðinn Jolyon Palmer hjá Renault á sér hugsanlega framhald í formúlu-1 þar sem Sauberliðið mun tilbúið að ráða hann til sín.

Störfum Palmer fyrir Renault lýkur við vertíðarlok þar sem liðið hefur ráðið Nico Hülkenberg í hans stað. Þá mun liðsfélagi hans Kevin Magnussen ekki eiga framlengingu á samningi vísa en Renault hefur meðal annars áhuga á að fá franska ökumanninn Esteban Ocon, sem nú keppir á sínu fyrsta ári hjá Manor.

Fleiri sviptingar eru sagðar á ökumannamarkaði. Hermt er að Felipe Nasr hjá Sauber sé líklegastur til að taka við sæti Hülkenberg hjá Force India, en það myndi greiða götu Palmer til starfa hjá Sauber.

Palmer vann sín fyrstu keppnisstig í formúlu-1 í Malasíukappakstrinum og hann hefur haft betur gegn Magnussen í fimm tímatökum af síðustu átta. Palmer er sagður koma með sér styrktarfé að upphæð 4,5 milljónir dollara.

Búist er við að Svíinn Marcus Ericsson haldi sæti sínu hjá Sauiber á næsta ári.

Jolyon Palmer hefur verið öflugri Magnussen upp á síðkastið.
Jolyon Palmer hefur verið öflugri Magnussen upp á síðkastið. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert