Rosberg: Hamilton verðskuldaði ekki víti

Nico Rosberg í Mexíkó.
Nico Rosberg í Mexíkó. AFP

Nico Rosberg hjá Mercedes segir það hafa verið rétta ákvörðun hjá dómurum kappakstursins í Mexíkó að refsa ekki liðsfélaga hans Lewis Hamilton fyrir akstur út fyrir braut og framhjáhlaup í fyrstu beygju eftir ræsingu.

Hamilton læsti bremsunum og náði ekki beygjunni við það. Þrátt fyrir að hann hafi grætt einhverja metra á því tóku dómararnir atvikið í raun aldrei til skoðunar.

Ólíkt höfðust þeir að er Max Verstappen hjá Red Bull yfirgaf brautina á nákvæmlega sama stað og færði honum aukið forskot í glímu við Sebastian Vettel hjá Ferrari. Verstappen var refsað fyrir það.

Rosberg er á því að Hamilton hafi ekki verðskuldað álíka refsingu. Spurður út í það af bandarísku sjónvarpsstöðinni ESPN svaraði Rosberg: „Alls ekki, og ekki leggja mér orð í munn, það var ekki mjög sanngjarnt af þinni hálfu.“

Í fyrsta lagi stóð Lewis sig betur hérna alla helgina. Og þar sem þú lagðir mér orð í munn vil ég taka fram, að hann fór á undan inn í fyrstu beygju og kom út úr henni fyrstur svo það var í góðu lagi.“
Ökumenn Red Bull gagnrýndu mjög eftir kappaksturinn að Hamilton skyldi ekki refsað fyrir að stytta sér leið. Á það var ekki hlustað.

 
Lewis Hamilton fremstur í fylkgingu á fyrsta hring í Mexíkó. …
Lewis Hamilton fremstur í fylkgingu á fyrsta hring í Mexíkó. Annar er Nico Rosberg, þriðji Max Verstappen og fjórði Nico Hülkenberg. AFP
Mercedesliðið fagnar tvöföldum sigri í Mexíkó.
Mercedesliðið fagnar tvöföldum sigri í Mexíkó. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert