Brawn neitar fréttum af nýju starfi

Ross Bbrawn.
Ross Bbrawn. AFP

Blússandi fréttir þess efnis að Ross Brawn væri að taka við starfi íþróttastjóra formúlu-1 eiga ekki við rök að styðjast þótt mikið hafi farið fyrir þeim í netheimum síðustu daga.

Í gær steig Brawn fram og neitaði því að hafa ráðið sig til hinna nýju eigenda formúlu-1, fjárfestingafélagið Liberty. Segist hann aðeins hafa sinnt lítilsháttar ráðgjöf fyrir félagið að undanförnu og lengra næði það ekki.

En þar sem sögusagnir og orðrómur reynast yfirleitt á endanum ekkert nema sannleikur er erfitt að kveða svona fregnir í kútinn.

Í morgun freistar stjórnarformaður Mercedesliðsins, Niki Lauda, þess með yfirlýsingu þess efnis að Brawn gæti aldrei leyst Bernie Ecclestone af hólmi. „Ross er frábær verkfræðingur en kláran bissnessmann eins og Bernie leysir enginn af hólmi,“ sagði Lauda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert